Ný vefsíða hafnarinnar

Ný vefsíða Grundarfjarðarhafnar hefur nú litið dagsins ljós. Síðan er mjög aðgengileg og veitir góðar upplýsingar um höfnina.  Vefsíðan er “responsive” eins og það kallast en þá virkar hún jafnt í tölvum, spjaldtölvum og snjallsímum.   Vefsíðan verður í stöðugri vinnslu og endilega látið okkur vita um allt það sem betur má fara.  

Auglýsing um breytingu á aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag vegna aðveitustöðvar.

Auglýsing um breytingu á aðalskipulagi Grundarfjarðar 2003-2015. Aðveitustöð – Aðalskipulagsbreyting   Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar hefur samþykkt á fundi  20. mars 2015 að auglýsa  breytingu á aðalskipulagi Grundarfjarðar 2003-2015 samkvæmt 1. mgr.  31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Meginmarkmið aðalskipulagsbreytingarinnar er að bæta afhendingaröryggi raforku á svæðinu með færslu tengivirkis í aðveitustöð og lagningu jarðstrengja, auk þess að færa aðveitustöðina fjær íbúðarbyggð. Markmiðið er einnig að breytingin valdi sem minnstri röskun á umhverfinu til lengri og skemmri tíma. Aðalskipulagsbreytingin verður aðgengileg á vef Grundarfjarðar, www.grundarfjordur.is og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa, Borgarbraut 16 á skrifstofutíma frá 10-14 frá 29. apríl 2015 til 11. júní 2015 og eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvattir til að kynna sér aðalskipulagsbreytinguna og koma ábendingum eða athugasemdum á framfæri, skriflega til skipulags- og byggingarfulltrúa Grundarfjarðar, Borgarbraut 16, 350 Grundarfjörður eða á netfangið bygg@grundarfjordur.is  í síðasta lagi 11. júní 2015. Skipulags- og byggingarfulltrúinn í Grundarfirði.   Aðalskipulagsbreytingu/tillögu er hægt að nálgast hér. Aðalskipulagsbreytingu/greinagerð er hægt að nálgast hér.  

Sundlaug Grundarfjarðar

Vegna bilunar í tækjabúnaði sundlaugar er ekki fyrirséð með opnun á sundlaug. Búið er að panta þann búnað sem bilaði. Tilkynnt verður um opnum með 3-4 daga fyrirvara.    

Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi vestan Kvernár – Iðnaðar og athafnarsvæði.

Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi vestan Kvernár – Iðnaðar og athafnarsvæði. Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar hefur samþykkt á fundi  14. apríl 2015 að auglýsa breytingu á deiliskipulagi  samkvæmt  1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagsbreytingin á við lóðina Ártún 1, þar sem byggingarreitur er settur inn með nýtingarhlutafall 0,3. Lóðin stækkar um 5m til austurs. Gerð nýrrar jarðvegsmanar. Hámarkshæð mænis er 8m frá götukóta en hámarkshæð tanka má vera hærri. Sjá nánari upplýsingar á tillögu að breytingu.  

Afkoma ársins 2014

  Ársreikningar Grundarfjarðarbæjar A- og B- hluta sjóða fyrir árið 2014 voru lagðir fram til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar 14. apríl  2014. Alls samanstanda reikningarnir af 10 sjóðum, sem skiptast í þrjá A-hluta sjóði og sjö B-hluta sjóði.  

Lausar stöður á Leikskólanum Sólvöllum

Langar þig að upplifa eitthvað öðruvísi? Viltu breyta til? Hvernig væri að ögra sjálfum sér og upplifa lífið í yndislegum bæ á landsbyggðinni!    

Safnadagur á sumardaginn fyrsta

 

Háls-, nef og eyrnalæknir

Þórir Bergmundsson háls,- nef og eyrnalæknir verður með móttöku á Heilsugæslunni Grundarfirði föstudaginn 8. maí  n.k.   Tekið er á móti tímapöntunum á Heilsugæslustöð Grundarfjarðar, í síma 432 1350  

Grunnskóli Grundarfjarðar

Lausar stöður við Grunnskóla Grundarfjarðar frá og með 1. ágúst 2015.   Sjá nánar hér.  

Bæjarstjórnarfundur

185. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn í Ráðhúsi Grundarfjarðar þriðjudaginn 14. apríl 2015, kl. 16:30.