Augnlæknir

Guðrún Guðmundsdóttir augnlæknir verður með móttöku á HVE Grundarfirði föstudaginn 17.apríl  n.k. Tekið er á móti tímapöntunum á Heilsugæslustöð Grundarfjarðar,  sími 432 1350.    

AUGLÝST EFTIR UMSÓKNUM Í UPPBYGGINGARSJÓÐ VESTURLANDS

Veittir verða styrkir úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands í eftirfarandi verkefni:   1)      Styrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar. 2)      Verkefnastyrkir á sviði menningar. 3)      Stofn- og rekstrarstyrkir menningarmála.   Styrkir úr Uppbyggingasjóði koma í stað styrkveitinga úr sjóðum menningar- og vaxtarsamninga. Uppbyggingarsjóður Vesturlands er samkeppnissjóður.   Einungis verður ein úthlutun á árinu 2015 fyrir verkefnastyrki á sviði menningar og stofn- og rekstrarstyrkja menningarmála. Styrkjum til atvinnuþróunar og nýsköpunar verður einnig úthlutað að þessu sinni og aftur síðar á árinu og eru þessir styrkir eru opnir fyrir úthlutun allt árið.   Verklags- og úthlutunarreglur má finna HÉR   Frestur til að skila umsóknum er til 22. apríl 2015.  

Opið hús FSN

Þriðjudaginn 14. apríl kl.17:00-18:30 verður opið hús í Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Við bjóðum grunnskólanemendur og foreldra og forráðamenn sérstaklega velkomna.   Sjá auglýsingu hér.  

Sorphirða

Brúna sorptunnan verður losuð í dag 31. mars.   Íbúar Grundarfjarðarbæjar eru vinsamlegast beðnir um að moka vel frá sorptunnum til að auðvelda starfsmönnum aðgengi að þeim.     

Á góðri stund 2015

Tilkynning frá Hátíðarfélaginu   Á fundi Hátíðarfélagsins sem haldinn var í gær, sunnudaginn 29. mars, var ákveðið hátíðin færi fram síðustu helgina í júlí venju samkvæmt.   Stjórnin auglýsir hér með eftir framkvæmdarstjóra hátíðarinnar.   Áhugasamir eru beðnir um að senda línu á netfangið agodristund@bref.is  

Námskeið á vegum Landsbjargar

Landsbjörg býður starfsmönnum í framlínu upplýsingaveitu og afgreiðslu ferðamanna á frítt námskeið fimmtudaginn 9. apríl kl. 13:00. Námskeiðið fer fram í Sögumiðstöðinni. Nánari upplýsingar er að finna hér.   

Myrkvum Snæfellsnes saman

Sveitarfélögin á Snæfellsnesi taka þátt í jarðarstund í samstarfi við RARIK. Þá á að slökkva götuljós í stofnunum á þeirra vegum laugardaginn 28. mars frá kl. 20:30 - 21:30. Í tilefni jarðarstundarinnar bjóða ýmis fyrirtæki upp á sérstaka viðburði. Nánari upplýsingar er að finna hér.    

Bókaverðlaun barnanna

Kosningu lýkur 27. mars í Bókaverðlaun barnanna 2015. Prentið út kjörseðil og farið með á bókasafnið eða skólabókasafnið.Veppspjald (PDF, 1,96 MB) er í grunnskólanum, leikskólanum og í Sögumiðstöð. 

Fréttatilkynning

  Háskólar landsins standa að kynningu á háskólanámi í Fjölbrautarskóla Snæfellinga, Grundarfirði, fimmtudaginn 19. mars milli klukkan 13 og 14:30. „Fulltrúar háskólanna verða á staðnum á þessum tíma, svara öllum mögulegum og ómögulegum spurningum, útskýra nýjungar í náminu og gefa gott lesefni,” segir Anna Dröfn Ágústsdóttir, verkefnastjóri Háskóladagsins.   „Við hvetjum alla, ekki bara framhaldsskólanema, til þess að mæta og kynna sér það háskólanám sem er í boði á Íslandi í dag,” segir Anna Dröfn „Það er alltaf verið að kynna nýjar námsleiðir og margt spennandi í boði í ár eins og alltaf. Meðal nýjunga er byltingafræði, upplýsingastjórnun og vestnorræn fræði. Háskólar landsins bjóða samtals upp á yfir 500 námsleiðir. Það eru því margir möguleikar í boði sem eru vel þess virði að kynna sér.“    Háskóladagurinn er haldinn í ellefta skipti í ár. Heimasíða Háskóladagsins er www.haskoladagurinn.is   Hér er facebooksíða Háskóladagsins https://www.facebook.com/pages/Háskóladagurinn/232071306869668?ref=bookmarks      

Eldri borgarar athugið

Jóga eldri borgara sem átti að vera á þriðjudaginn 17. mars hefur verið fært til fimmtudagsins 19. mars og verður í samkomuhúsinu klukkan 10:30.