- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Á síðasta ári var blásið til Hreystiviku í Grundarfirði. Vikan heppnaðist vel og því var ákveðið á fundi íþrótta- og æskulýðsnefndar að endurtaka leikinn og er því hér væntanlega um árlegan viðburð að ræða. Dagskráin í ár er fjölbreytt og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Meðal þess sem boðið verður uppá er skák, bardagalist að hætti víkinga, golf og margt fleira.
Mánudaginn 16. febrúar heldur Þorgrímur Þráinsson fyrirlesturinn: Verum ástfangin af lífinu – njótum líðandi stundar. Þar fjallar hann meðal annars um markmiðasetningu, hámarksárangur og það að fara út fyrir þægindarammann. Frítt er inn á fyrirlesturinn sem hefst kl. 20:00 í Sögumiðstöðinni.
Í ár ætlar UMFG að opna alla sína æfingatíma í íþróttahúsinu, það þýðir að krakkar geta mætt á hvaða æfingu sem er og þannig fengið að kynnast nýju sporti. Lionsklúbburinn ætlar í samstarfi við heilsugæsluna að bjóða upp á blóðsykurs- og blóðþrýstingsmælingu.
Opnir tímar í dagskránni þýða að fólk getur mætt í prufutíma alla vikuna endurgjaldslaust. Ræktin tekur vel á móti nýjum félögum og kynnir þeim aðstöðuna sem er í boði.
Dagskránna er að finna á heimasíðu Grundarfjarðarbæjar.
Sjáumst hress í Hreystiviku.
Alda Hlín Karlsdóttir
Menningar- og markaðsfulltrúi.