Guðmundur Runólfsson látinn

Guðmundur Runólfsson 1920-2011   Guðmundur Runólfsson, heiðursborgari Grundarfjarðar, lést 1. febrúar sl. 90 ára að aldri. Guðmundur var einn af frumkvöðlum Grundarfjarðar og ævistarf hans samofið uppbyggingu byggðarinnar.   Guðmundur fæddist í hjáleigunni Stekkjartröð í Eyrarsveit. Foreldrar hans voru Runólfur Jónatansson oddviti á Spjör og Sesselja Gísladóttir. Ársgamall flutti hann með foreldrum sínum í Grafarnes þar sem þau hófu búskap. Fyrst í stað bjuggu þau í Neshúsum sem var fyrsta húsið sem reist var í Grafarnesi. Þau byggðu sér síðan bæ sem fékk nafnið Götuhús og þar ólst Guðmundur upp.  

Augnlæknir

Guðrún Guðmundsdóttir augnlæknir verður með móttöku á HVE Grundarfirði föstudaginn 24. febrúar   n.k. Tekið er á móti tímapöntunum á Heilsugæslustöð Grundarfjarðar, sími 430 680

Kirkjuskólinn og Skátar

Kirkjuskóli hefst á morgun, miðvikudag 2. feb. kl. 16.15 Skátar byrja á fimmtudaginn 3. feb. Drekaskátar kl. 16.00 Fálkaskátar kl. 17.00  

Vesturlandsslagur í Gettu betur í kvöld

Fyrri umferð í spurningakeppni framhaldsskólanna Gettu betur hófst á Rás 2 í gærkvöldi. Í kvöld etja hins vegar kappi allir framhaldsskólar Vesturlands og hefst dagskráin kl. 19.30 með sannkölluðum Vesturlandsslag þegar lið Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði mætir nemendum frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Strax á eftir þeirri viðureign, eða kl. 20, mætir síðan Menntaskóli Borgarfjarðar sigursælu liði Verzlunarskóla Íslands. Alls taka keppnislið frá 30 skólum þátt í Gettu betur að þessu sinni en keppnin er með útsláttarsniði sem fyrr í tveimur umferðum. Fimmtán sigurlið og stigahæsta tapliðið úr fyrri umferð keppa í seinni umferðinni og þá keppa sigurliðin átta úr seinni umferðinni síðan í Sjónvarpinu.  Af vef Skessuhorns, www.skessuhorn.is

Embætti skipulags- og byggingarfulltrúa lagt niður

Bæjarstjórn Grundarfjarðar samþykkti á síðasta fundi sínum að leggja niður embætti skipulags- og byggingarfulltrúa frá 1. febrúar 2011. Ástæðan minnkandi verkefni hjá embættinu.   Samið hefur verið við Snæfellsbæ um kaup á þjónustu skipulags- og byggingarfulltrúa frá sama tíma.  

Auglýsing vegna úthlutunar byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2010/2011

Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir eftirtalin byggðarlög skv. Ákvæðum reglugerðar nr. 999/2010um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2010/2011   Grundarfjarðarbær (Grundarfjörður)   Auk reglugerðarinnar er vísað til sérstakra úthlutunarreglna í neðanskráðum byggðalögum sbr. auglýsingu  nr. 68/2011 í Stjórnartíðindum.

Háls-,nef og eyrnalæknir

Þórir Bergmundsson háls,- nef og eyrnalæknir verður með móttöku á HVE Grundarfirði föstudaginn 4. febrúar   n.k. Tekið er á móti tímapöntunum á Heilsugæslustöð Grundarfjarðar, sími 430 6800  

Skólahreysti 2011

Miðvikudaginn 26. janúar var haldin innanhússkeppni í skólahreysti hérna í grunnskólanum.  Keppnin gekk mjög vel og tóku alls 19 nemendur skólans þátt, frá 7.-10. bekk.     Keppendur í skólahreysti 2011 / myndir Sverrir Karlsson     Sjá fleiri myndir hér.                                          

Bæjarstjórnarfundur

132. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn föstudaginn 28. janúar 2011, kl. 16:15 í Samkomuhúsinu. Öllum er velkomið að sitja fundinn og fylgjast með því sem fram fer.  

Þorrablót Hjónaklúbbs Eyrarsveitar

Verður í samkomuhúsinu laugardaginn 5. febrúar. Hver verður fyrstur á húninn? Sjá auglýsingu hér.