Námskeið fyrir verðandi heimsóknarvini

Námskeið fyrir verðandi heimsóknarvini verður haldið á vegum Rauða krossins í Grundarfirði, fimmtudaginn 10. mars, frá klukkan 13.00 til 16.00 í safnaðarheimilinu. Námskeiðið er frítt og boðið verður upp á kaffiveitingar. Áhugasamir eru hvattir til að koma og hlusta, hvort sem þeir hugsa sér að verða heimsóknarvinir eða þiggja heimsóknir.

Hanna gönguleið eftir Snæfellsnesfjallgarði

Af vef Skessuhorns 25/2/2011:   Ferðafélag Snæfellsness fékk nýverið hálfa milljón króna styrk frá Ferðamálastofu við lagningu langrar gönguleiðar á Snæfellsnesi. Um er að ræða um áttatíu kílómetra langa leið frá Ljósufjöllum Hnappadal að Snæfellsjökli eftir Snæfellsnesfjallgarði. Gunnar Njálsson formaður ferðafélagsins segir gönguleiðina koma sem viðbót við þær gönguleiðir sem fyrir eru en Snæfellsnes sé sífellt að sækja í sig veðrið hvað varðar gönguferðir og útivist. “Við sóttum um styrk til Ferðamálastofu nú eftir áramót til undirbúnings. Nú fer af stað undirbúningsvinnan sem felst aðallega í hönnun og samningum við landeigendum. Það á enn eftir að stika leiðina en þetta verður margra ára verkefni.”

Aðalfundur Ungmennafélags Grundarfjarðar

Aðalfundur UMFG verður haldinn á Kaffi 59 fimmtudaginn 3 mars 2011 kl. 20:00  Dagskrá: 1.           Fundur settur 2.           Fundarstjóri settur 3.           Skýrsla stjórnar 4.           Reikningar lagðir fram 5.           Kosning stjórnar 6.           Önnur mál UMFG leitar að nýjum gjaldkera og meðstjórnanda. Hafir þú áhuga eða villt frekari upplýsingar vinsamlegast hafið samband eða sendið umsókn til formanns, Tómas Freyr tomasfreyr@gmail.comfyrir 1. Mars 2011. Stjórn UMFG  

Sungið um vatnið

Þessa vikuna hafa staðið yfir þemadagar í grunnskólanum.  Krakkarnir á yngsta stigi hafa verið að vinna ýmis skemmtileg verkefni í sambandi við vatnið. Þau hafa meðal annars unnið ljóð og ýmsa orðavinnu, búið til listaverk úr plastpokum sem er til sýnis á girðingunni hjá skólanum, gert ýmsar tilraunir og búið til báta sem þau síðan prufukeyrðu í ánni í Gilósnum.  Hluti af verkefnunum eru  til sýnis í Samkaup Úrval.  Í dag fimmtudaginn 24.02 ætla krakkarnir síðan að flytja skemmtilegt lag um vatnið.  Flutningurinn fer fram  á þvottaplaninu hjá Samkaupum - Úrvali kl. 11.50Hlökkum til þess að sjá sem flesta.Hér má sjá auglýsinguna.

Listasmiðja

Sýning á verkum nemenda á mið– og unglingastigi frá þemadögum. Sýningin verður í Bjöllusalnum hjá Ragnari og Ásgeiri. Allir velkomnir að skoða :) Fimmtudaginn 24. febrúar. Opið frá 12:00—16.00   Nemendur og starfsfólk Grunnskóla Grundarfjarðar.   Auglýsing hér.  

Dögg tilnefnd til menningarverðlauna

Dögg Mósesdóttir hefur verið tilnefnd til menningarverðlauna DV: "fyrir hina ört vaxandi alþjóðlegu kvikmyndahátíð: Northern Wave Film Festival á Grundarfirði sem leggur áherslu á að sýna stutt- og tónlistarmyndir. Einnig fyrir það framtak að leiða saman bæði íslenska og erlenda tónlistar- og kvikmyndagerðarmenn og gefa litlum bæ á köldum dögum dagsljós og líf."   Við óskum Dögg innilega til hamingju með verðskuldaða tilnefningu.

Sólardagar í Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Af vef FSN   Á fimmtudag og föstudag 17. og 18. febrúar í síðustu viku, fengu nemendur og starfsfólk Fjölbrautaskóla Snæfellinga tækifæri til að líta upp úr námsbókunum og blanda geði á árlegum Sólardögum FSN. Allskonar námskeið og uppákomur voru í boði.  

Þemadagar í grunnskólanum

Nú eru þemadagar í fullum gangi í grunnskólanum. Yfirheiti þeirra á mið- og unglingastigi er að þessu sinni „Listasmiðja“ og eru nemendum í 4.-10. bekk skipt saman í hópa og vinna þeir við ýmis konar listamíði í mikilli samvinnu og sköpunargleði. Á yngsta stigi eru nemendur að vinna með vatnið og hringrás þess og heldur betur hægt að segja að mikil fjölbreytni sé í þeirra verkefnum, bæði úti sem og inni. Afraksturinn verður hægt að sjá í húsnæði Ragnars og Ásgeirs á fimmtudaginn.   Hér eru nokkar myndir frá vinnu nemenda  

Gleym mér ei gefur borvélar

  Nú í vikunni fékk Grunnskóli Grundarfjarðar rausnarlega gjöf frá Kvenfélaginu Gleym mér ei, en þetta eru 4 borvélar ætlaðar í smíðakennsluna. Glæsileg gjöf sem á eftir að nýtast vel í skólastarfinu.

Fræðslukvöld: Litir hrossa og erfðir á þeim

Endurmenntun LbhÍ í samstarfi við Hestamannafélagið Snæfelling Stefnir á að vera með fræðslukvöld ef næg þátttaka næst.