Nú í upphafi nýs árs er við hæfi að líta um öxl og renna augum yfir farin veg. Árið hefur sótt misjafnlega að okkur. Gleði og sorg, höppum og slysum verið misskipt milli okkar eins og gengur. Fyrir mitt leyti þakka ég traust sem mér hefur verið sýnt til að gegna starfi bæjarstjóra á tímum sem um margt eru óvenjulegir.