Við áramót

Nú í upphafi nýs árs er við hæfi að líta um öxl og renna augum yfir farin veg. Árið hefur sótt misjafnlega að okkur. Gleði og sorg, höppum og slysum verið misskipt milli okkar eins og gengur. Fyrir mitt leyti þakka ég traust sem mér hefur verið sýnt til að gegna starfi bæjarstjóra á tímum sem um margt eru óvenjulegir.  

Nýr opnunartími bæjarskrifstofunnar

Frá áramótum verður tekinn upp nýr opnunartími á bæjarskrifstofunni. Opið verður virka daga frá kl. 10-14. Hingað til hefur verið opið frá 9:30-15:30 mánudaga til fimmtudaga og frá 9:30-14 á föstudögum. Breytingin tekur mið af þróun undanfarinna ára í þá átt fólk eigi frekar í rafrænum samskiptum við stjórnsýsluna frekar en að koma í eigin persónu til að reka erindi sín. Bæjarskrifstofan verður opin samkvæmt venju 27.-30. desember, kl. 9:30-15:30 en opnar á nýjum tíma þriðjudaginn 4. janúar. Frá þeim degi verður opið kl. 10-14 mánudaga-föstudaga.