Bæjarstjórn Grundarfjarðar samþykkti á síðasta fundi sínum að leggja niður embætti skipulags- og byggingarfulltrúa frá 1. febrúar 2011. Ástæðan minnkandi verkefni hjá embættinu.

 

Samið hefur verið við Snæfellsbæ um kaup á þjónustu skipulags- og byggingarfulltrúa frá sama tíma.

Gert er ráð fyrir vikulegri viðveru skipulags- byggingarfulltrúa í Grundarfirði. Nánari upplýsingar er hægt að fá á bæjarskrifstofu Grundarfjarðar á opnunartíma kl. 10-14 virka daga og í síma 4308500.

 

Sveitarfélögin á Snæfellsnesi hafa átt gott samstarf sín í milli og þessi samningur er liður í því að þróa samstarfið enn frekar.