Opið fyrir umsóknir um styrki til atvinnumála kvenna

Vinnumálastofnun/Velferðarráðuneyti auglýsir styrki til atvinnumála kvenna vegna ársins 2011 lausa til umsóknar. Skilyrði er að verkefnið/hugmyndin falli að eftirfarandi skilyrðum:   verkefnið sé í eigu konu/kvenna og stjórnað af konu verkefnið feli í sér nýnæmi eða nýsköpun verkefnið feli í sér atvinnusköpun til frambúðar viðskiptahugmynd sé vel útfærð veittir eru styrkir til gerðar viðskiptaáætlunar, vegna markaðssetningar og gerðar markaðsáætlunar, þróunar vöru eða þjónustu, hönnunar og efniskostnaðar. ennfremur get konur sem hafa fullmótaða viðskiptaáætlun og hafa hug á því að stofna fyrirtæki á næstunni eða hafa stofnað fyrirtæki og ekki hafið rekstur, sótt um styrk til að koma henni í framkvæmd.   Nánari upplýsingar er að finna hér.

Elsti Grundfirðingurinn 95 ára

Svanborg R. Kjartansdóttir hélt upp á 95 ára afmælið sitt í gær með vinum og vandamönnumn. Hún fæddist 23. janúar árið 1916 á Þórdísarstöðum í Eyrarsveit. Svanborg bjó í Vindási alla sína búskapartíð en hefur síðastliðin þrjú ár búið á Dvalarheimilinu Fellaskjóli í góðu yfirlæti. Ættartréð er orðið hið glæsilegasta og á Svanborg 103 afkomendur.   Við óskum Svanborgu innilega til hamingju með afmælið.  

Háhyrningar í heimsókn

Undanfarna daga hafa skemmtilegir gestir verið í heimsókn í Grundarfirði. Háhyrningatorfa hefur komið sér fyrir steinsnar frá bryggju og stíga þar stórkostlegan dans fyrir vaxandi fjölda áhorfenda. Hafnarstjóri segir að þeirra hafi fyrst orðið vart fyrir þremur dögum og enn sýni þeir ekki á sér neitt fararsnið. Í gær voru talin 24 dýr en þó eru þau líklega töluvert fleiri. Ástæðan fyrir heimsókninni er líklega alkunn gestrisni Grundfirðinga og varla skemmir fyrir að fjörðurinn er fullur af síld eins og venjulega.   Fleiri myndir af þessum skemmtilegu gestum má finna hér. Myndirnar tók Sverrir Karlsson.

Björgunarsveitin Klakkur - Dagbók

19. jan 2011. Útkall kl. 22:08. Tveir félagar mæta í útkall.Kona með tvö börn föst á Vatnaleið vegna mikillar hálku. Þeim var komið í hús kl. 23:45 og þvínæst á áfangastað til Ólafsvíkur. Útkalli lýkur kl. 01:00. 

Starf með unglingum í Félagsmiðstöðinni Eden

Grundarfjarðarbær óskar eftir að ráða starfsmann í Félagsmiðstöðina Eden tímabundið fram á vorið. Um er að ræða starfsmann er starfar með umsjónarmanni.  Hann tekur þátt í undirbúningi og vinnur eitt kvöld í viku. Að auki fleiri kvöld í samráði við forstöðumann. Þarf að geta hafið störf strax. Laun samkvæmt kjarasamningum Launanefndar sveitarfélaga og SDS. Umsóknarfrestur er til 26. janúar n.k. og skal umsóknum skilað til Bæjarskrifstofu Grundarfjarðar, Grundargötu 30. Nánari upplýsingar veita skrifstofustjóri  í síma 430-8500                                                                                                               Skrifstofustjóri Grundarfjarðarbæjar  

Grundfirðingar ganga menntaveginn

Í lok síðasta árs bauð bæjarstjórn Grundfirðingum sem stunda nám í háskólum eða framhaldsnám til starfsréttinda, til óformlegs fundar, skrafs og ráðagerða.   Þegar farið var að afla upplýsinga um nemendur kom í ljós að tæplega 40 manns stunda fjölbreytt nám, ýmist staðbundið eða í fjarnámi.  

Þjálfari óskast

UMFG auglýsir eftir þjálfara fyrir 7. flokk í knattspyrnu (börn 8 ára og yngri)Flokkurinn æfir 2x50 mín í viku.Áhugasamir sendi e-mail á freydisb@simnet.is

MORFÍS

Föstudaginn 14. janúar verður haldin Morfís keppni í Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Þar mun Fjölbrautaskóli Snæfellinga og Fjölbrautaskóli Suðurnesja etja kappi í 16 liða úrslitum mælsku og rökræðukeppni framhaldsskólanna.  

30 daga hreinsun á mataræði

Námskeið í boði fyrir þá sem vilja koma sér af stað í átt að bættum lífsstíl. Þú getur náð af þér 5 - 10 kg. á 30 dögum einnig er þetta er frábær leið til að komast  að því hvað í mataræðinu er að valda þér vandamálum s.s. orkuleysi, þreytu, blóðsykursvandamálum, gigt, sykursýki, vöðvabólgu og fleiri sjúkdómum.  

Byrjendanámskeið í olíumálun

Farið verður í skyssugerð, blöndun lita og málun, og kennt verður að stækka upp mynd og mála eftir uppstillingu að lokum verður endað á að mála hugarflugsmynd.