Miðvikudaginn 26. janúar var haldin innanhússkeppni í skólahreysti hérna í grunnskólanum.  Keppnin gekk mjög vel og tóku alls 19 nemendur skólans þátt, frá 7.-10. bekk.  

Keppendur í skólahreysti 2011 / myndir Sverrir Karlsson

                                       

Strákarnir kepptu í upphífingum, dýfum og hraðabraut og stúlkurnar kepptu í armbeygjum, hreystigreip og hraðabraut.                                                                                                                            

Yngri nemendur skólans ásamt þeim sem ekki tóku þátt af eldri nemendum hvöttu samnemendur sína dyggilega áfram og munaði um minna, enda voru margir keppendur að bæta fyrri met sín töluvert.                                                                                                                                    Geiri Geiri Villa var gestadómari hjá okkur og þökkum við honum kærlega fyrir aðstoðina.

Í vetur höfum við boðið upp á skólahreystival þar sem nemendur á unglingastigi fá 2 tíma á viku í skólahreysti.  Hópurinn er einstaklega áhugasamur og skemmtilegur og krakkarnir þar sýna stöðugar framfarir.  Tækin sem starfsdeildin okkar smíðaði í fyrra fyrir þrautirnar hafa sannarlega nýst vel.

Á næstu dögum munu svo 6 nemendur úr skólanum  valdir  til að taka þátt í Skólahreystikeppninni á landsvísu en okkar riðill fer fram 31. mars n.k., og honum svo sjónvarpað nokkrum dögum síðar.  Áætlað er að rúta fari með stuðningslið frá skólanum eins og gert var í fyrra því það skapar mikla stemningu og hvatningu fyrir keppendurna.

Úrslitin í innanhússkeppninni voru eftirfarandi:

Þrautir drengja (þ.e. upphífingar og dýfur)        

1. Sveinn Pétur Þorsteinsson                                       

2. Benedikt Berg Ketilbjarnarson                                

3. Jónas Þorsteinsson                                                      

 

Þrautir stúlkna (þ.e. armbeygjur og hreystigreip)

1. Elín Gunnarsdóttir

2. Karen Líf Gunnarsdóttir

3. Aldís Ásgeirsdóttir

Hraðabraut drengja 

1. Andri Már Magnason                                                   

2. Jónas  Þorsteinsson                                                      

3. Sveinn Pétur Þorsteinsson                                       

Hraðabraut stúlkna

1. María Rún Eyþórsdóttir

2. Aldís Ásgeirsdóttir

3. Lovísa Margrét Kristjánsdóttir