Breytt bæjarhátíð í Grundarfirði

Árið 1997 var haldin hátíð í Grundarfirði í tilefni af því að 100 ár voru liðin síðan verslunin flutti frá Grundarkampi í Grafarnes, þar sem þéttbýli Grundarfjarðar stendur nú. Sérstök nefnd undir forystu Inga Hans Jónssonar annaðist allan undirbúning hennar. Hátíðin þótti takast með eindæmum vel og í framhaldi af þeirri hátíð ákvað FAG að beita sér fyrir bæjarhátíð sem haldin yrði árlega síðustu helgina í júlí.

Viðtalstími skipulags- og byggingarfulltrúa

Frá 1. febrúar var embætti skipulags- og byggingarfulltrúa lagt niður hjá Grundarfjarðarbæ.Jafnframt var samið við Snæfellsbæ um að Smári Björnsson, bæjartæknifræðingur í Snæfellsbæ gegni stöðu skipulags- og byggingarfulltrúa i Grundarfirði.    Smári er með viðveru á bæjarskrifstofu Grundarfjarðar alla miðvikudaga, kl. 10-12. Utan þess tíma er hægt að leggja inn skilaboð til Smára á bæjarskrifstofunni eða senda honum tölvupóst í netfangið smari@grundarfjordur.is.  

Fimleikanámskeið.

UMFG er að fara af stað með fimleikanámskeið í febrúar fyrir krakka á aldrinum 6 - 12 ára. Hér má sjá auglýsingu. 

Bókasafnið og efnisskrár

Á vefsíðu Bókasafns Grundarfjarðar eru nokkrar efnisskrár sem vert er að vekja athygli á. Meðal þeirra er: Nýuppfærður listi í Efnisskrá Eyrarsveitar. Sjá Bókasafn > Safnkostur.  Safn vefsíðna með aðgangi að textum og bókmenntum og hljóðbókum. Í bókaskránni Gegni.is má finna hvað er til á Bókasafni Grundarfjarðar og hér er listi yfir það efni sem er ekki til skráð í Gegni, sérstaklega erlendar bókmenntir.

Lífshlaupið

Lífshlaupið, fræðslu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands hófst 2. febrúar síðastliðinn og stendur til og með 22. febrúar. Markmið Lífshlaupsins er að hvetja alla landsmenn til þess að huga að sinni daglegu hreyfingu og auka hana eins og kostur er. Hægt er að taka þátt í vinnustaðakeppni, hvatningarleik fyrir grunnskólana og einstaklingskeppni.  

Leikskólinn

Bóndagurinn  var 21. janúar síðastliðinn og var opið hús í leikskólanum. Hér má sjá nokkrar myndir frá því.

Dagur leikskólans

Menntamálaráðuneytið, Félag leikskólakennara, Samband íslenskra sveitarfélaga og Heimili og skóli hafa sameinast um að tileinka leikskólanum ákveðinn dag ár hvert og  var 6. febrúar valinn þar sem frumkvöðlar leikskólakennara stofnuðu fyrstu samtök sín þann dag árið 1950.  

Breytt útgáfa reikninga hjá Grundarfjarðarbæ

Frá og með febrúarmánuði mun Grundarfjarðarbær ekki senda út greiðsluseðla til einstaklinga fædda eftir 1950. Áfram verða sendir greiðsluseðlar til fyrirtækja. Framangreindar breytingar á fyrirkomulagi mun ekki vera tekið upp hjá áhaldahúsi og  Grundarfjarðarhöfn að svo stöddu. Birting reikninga verður í heimabönkum.   Nánari upplýsingar veitir skrifstofustjóri.   Skrifstofustjóri Grundarfjarðarbæjar  

Þorrablóti frestað fram á sunnudaginn 13. febrúar

Þorrablóti eldri borgara hefur verið frestað um einn dag eða til sunnudagsins 13. febrúar. Frestunin er vegna útfarar Guðmundar Runólfssonar. Blótið hefst kl. 18:00 og eru enn til nokkrir miðar, sem kosta 4.500.- Pantanir eru hjá Óla Jóni í símum 438 1375 eða 864 2419 

Hagræðing í rekstri framhaldsskóla

Forsvarsmenn sveitarfélaga á Vesturlandi voru nýlega kallaðir til fundar með fulltrúum mennta- og menningarmálalaráðuneytisins um málefni framhaldsskólanna, þ.e. Fjölbrautaskóla Vesturlands, Menntaskóla Borgarfjarðar og Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Á fundinum kom fram vilji ráðuneytisins til að leita eftir frekari hagræðingu í rekstri skólanna og hvernig sé hægt að bæra stöðu þeirra, t.d. með aukinni samvinnu.