Skátar sjá um að flagga

  Aðalsteinn Þorvaldsson, sóknarprestur og Björn Steinar Pálmason, bæjarstjóri   Undirritaður hefur verið samningur á milli Skátafélagsins Arnarins og Grundarfjarðarbæjar þess efnis að skátafélagið sjái um að flagga á fánastöngum við heilsugæsluna og bæjarskrifstofuna.   Samningurinn gildir til næstu áramóta og verður hann þá endurskoðaður í ljósi reynslunnar.  

Tónleikar með Álftagerðisbræðrum

Tónleikar með Álftagerðisbræðrum verða í félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík Þriðjudaginn 5. apríl. Tónleikarnir hefjast kl. 20:00.   Allir velkomnir - Aðgangur ókeypis.   Sjá nánar

Skólahreysti

  Skólahreystikeppnin er í fullum gangi þessa dagana og keppt var í Vesturlandsriðlinum  í gær 31. mars.  Grunnskóli Grundarfjarðar tók þátt eins og síðustu ár og að þessu sinni lentum við í 3. sæti sem er frábært og óskum við keppendum til hamingju með árangurinn.  Þeir sem kepptu fyrir okkar hönd voru: Benedikt Berg Ketilbjarnarson, Elín Gunnarsdóttir,  María Rún Eyþórsdóttir og Sveinn Pétur Þorsteinsson.  Varamenn voru Aldís Ásgeirsdóttir og Jónas Þorsteinsson.  Þess má geta að sýnt verður frá keppninni á RÚV þriðjudagskvöldum næstu vikurnar.

Íþróttaskóli UMFG

Kæru foreldrar. Stjórn UMFG hefur samþykkt beiðni mína til að veita 50% afslátt á vorönn sem nú er rúmlega hálfnuð. Það er gert til að koma á móts við þá tíma sem fallið hafa niður í vetur. Fleiri tímar munu ekki falla niður það sem eftir er annar. Því er gjaldið 2200 kr.- fyrir janúar til maí 2011.

Sumarvinna

Þeir sem hyggjast sækja um starf hjá Áhaldahúsi Grundarfjarðar og Sundlaug Grundarfjarðar í sumar er bent á að gera það fyrir 11. apríl n.k. en þá rennur umsóknarfrestur út. Grundarfjarðarbær  

Framlagning kjörskrár vegna þjóðaratkvæðagreiðslu 9. apríl 2011

Kjörskrá Grundarfjarðarbæjar vegna þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fer 9. apríl 2011, um samþykkt eða synjun laga nr. 13/2011,  mun liggja frammi til skoðunar á bæjarskrifstofu Grundarfjarðar frá 30. mars fram að kjördegi, á opnunartíma skrifstofunnar.   Vakin er athygli á kosningavef innanríkisráðuneytisins, þar sem hægt er að athuga hvort og hvar aðilar eru skráðir á kjörskrá.   Bæjarstjóri

Grundfirskir íslandsmeistarar

  Blaklið kvenna Grundarfirði urðu Íslandsmeistarar í þriðju deild á laugardaginn.   Við óskum þeim kærlega til hamingju með þennan glæsilega árangur.   Nánari upplýsingar má finna á nýrri vefsíðu UMFG.

Lokahátíð Stóru Upplestrarkeppninnar 2011

Lokahátíð Stóru Upplestrarkeppninnar í grunnskólum Snæfellsness 2011 fer fram í Stykkishólmskirkju miðvikudagskvöldið 6. apríl og hefst kl. 19.00.   ·        Fulltrúar 7. bekkinga skólanna etja kappi um áheyrilegastan          upplestur samræmds svo og sjálfvalins efnis, í bundnu máli          sem óbundnu ·        Tónlistaratriði nemenda Tónlistarskóla Stykkishólms ·        Veitingar í boði Mjólkursamsölunnar og bakkelsi heimamanna ·        Sparisjóðirnir veita viðurkenningar   Markmið keppninnar er nú sem fyrr að efla færni og áhuga nemenda fyrir áheyrilegum upplestri og framsögn.    Allir velkomnir!  Grunnskólarnir á Snæfellsnesi – Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga  

Ný símanúmer

Ný símanúmer hafa verið tekin í notkun í áhaldahúsi, slökkviliði og á bóksafni.   Áhaldahús - 438 6423 Slökkvilið - 438 6424 Bókasafn - 438 6425

Þjóðgarðurinn - tækifæri og framtíðarsýn

Næstkomandi miðvikudag 30.mars 2011 verður haldinn opinn vinnufundur í Klifi, Snæfellsbæ frá kl 17:30-21:00.   Á fundinum verður fjallað um tækifærin sem felast í því að hafa aðgang að þjóðgarði á svæðinu, og munu ráðgjafar frá Alta stýra fundinum.   Kynnt verða ýmis dæmi frá erlendum þjóðgörðum, þar sem vel hefur tekist til með uppbyggingu og eflingu byggðar í nágrenninu og rætt um hver er sérstaða þjóðgarðsins á Snæfellsnesi.