Eins og margir vita líður nú senn að sýningunni „Heimurinn okkar“ í Grundarfirði. Sýningin verður vettvangur fyrir fyrirtæki, félagasamtök og stofnanir á svæðinu til að kynna starfsemi sína og ágæti fyrir heimamönnum og nærsveitungum, ásamt því að gefa innsýn í menningarlífið. Sýningin verður haldinn laugardaginn 19. mars nk. í Fjölbrautaskóla Snæfellinga, frá kl. 13:00-17:00.
Undirbúningur gengur vel og hafa nú þegar fjölmargir aðilar skráð sig til leiks. Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig því skráningarfrestur rennur út mánudaginn 7. mars nk.
Það skal sérstaklega tekið fram að það kostar ekkert að vera með.