Ný gjaldskrá byggingarleyfisgjalda

Á fundi bæjarstjórnar 10. mars sl.l. var samþykkt ný gjaldskrá fyrir byggingarleyfis-, þjónustu- og framkvæmdaleyfisgjöld. Gjaldskráin er sett í samræmi við lög um mannvirki og skipulagslög og kemur í stað eldri gjaldskrár frá janúar 2010.  Gjaldskráin öðlast þegar gildi.

Blak

Föstudaginn 11. mars verður leikur UMFG og Hamars og á sunnudaginn 13. mars verður leikur UMFG og Þróttar B. Frítt er inn á leikina. Sjá auglýsingu hér.

Bókasafnið skráir söguna

Bókasöfnum ber að safna, geyma og miðla notendum almennum upplýsingum um bæjarfélagið og þjónustu þess og sögu. Skrá um efni tengt Eyrarsveit er á vefsíðu bókasafnsins. Nýlega var hún uppfærð og bætt inn i hana skrá yfir greinar í Skessuhorni 2009-2011, Morgunblaðinu og öðrum blöðum sem til hefur náðst. Kynnið ykkur skrána og aðrar sem finnast á vef Bókasafns Grundarfjarðar.

Öskudagurinn

Öskudagurinn rann upp með gleði og söng hér í Grundarfirði. Krakkarnir mættu galvösk í allskonar búningum í búðir og fyrirtæki og sungu og fengu að launum ýmislegt góðgæti. Öskudagsskemmtun var í samkomuhúsinu. Hér má sjá myndir af skemmtunninni. Myndir tók Lína Hrönn Þorkelsdóttir.  

Öskudagsskemmtun

Verður í samkomuhúsinu frá klukkan 14.00 til 15.30. Sjá auglýsingu hér. 

Bæjarstjórnarfundur

134. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn í Samkomuhúsinu, fimmtudaginn 10. mars 2011, kl. 16:30. Fundurinn er opinn og er öllum velkomið að koma og fylgjast með því sem fram fer.   Dagskrá fundarins.

Kvikmyndahátíð gekk vel

  Alþjóðlega stuttmyndahátíðin Northern Wave var haldin um síðustu helgi í Grundarfirði fjórða árið í röð. Fjölmörg verðlaun voru veitt en þó ekki aðeins fyrir stuttmyndir. Á laugardagskvöldið var haldin í annað sinn hin vinsæla fiskisúpukeppni hátíðarinnar í húsi Djúpakletts við Grundarfjarðarhöfn. Hátt í 300 manns mættu, bæði gestir og bæjarbúar, og 8 súpulið kepptu um bestu fiskisúpuna.

Íbúð að Hrannarstíg 18

Laus til leigu íbúð nr. 101 að Hrannarstíg 18. Íbúðin er tveggja herbergja 69,2 fermetrar. Íbúðin er búsetuíbúð fyrir eldri borgara með hlutareign leigutaka. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu Grundarfjarðarbæjar, sími 430 8500. Umsóknarfrestur er til fimmtudagsins 17. mars. n.k. skrifstofustjóri  

Heimurinn okkar

Eins og margir vita líður nú senn að sýningunni „Heimurinn okkar“ í Grundarfirði. Sýningin verður vettvangur fyrir fyrirtæki, félagasamtök og stofnanir á svæðinu til að kynna starfsemi sína og ágæti fyrir heimamönnum og nærsveitungum, ásamt því að gefa innsýn í menningarlífið. Sýningin verður haldinn laugardaginn 19. mars nk. í Fjölbrautaskóla Snæfellinga, frá kl. 13:00-17:00.   Undirbúningur gengur vel og hafa nú þegar fjölmargir aðilar skráð sig til leiks. Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig því skráningarfrestur rennur út mánudaginn 7. mars nk.   Það skal sérstaklega tekið fram að það kostar ekkert að vera með.

Fyrsta námsár í bygginga- og málmiðngreinum

Fjölbrautaskóli Snæfellinga í samvinnu við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi hefur ákveðið að bjóða eins árs nám í bygginga- og málmiðngreinum næsta skólaár. Á haustönn 2011 verða kenndar almennar bóklegar greinar ásamt grunnteikningu, upplýsingatækni og verktækni grunnnáms. Verktækni grunnnáms er verklegt nám sem fer að stærstum hluta fram við FSN ásamt námskeiðum á verkstæðum FVA.