- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Á vefsíðu Bókasafns Grundarfjarðar eru nokkrar efnisskrár sem vert er að vekja athygli á. Meðal þeirra er:
Nýuppfærður listi í Efnisskrá Eyrarsveitar. Sjá Bókasafn > Safnkostur.
Safn vefsíðna með aðgangi að textum og bókmenntum og hljóðbókum.
Í bókaskránni Gegni.is má finna hvað er til á Bókasafni Grundarfjarðar og hér er listi yfir það efni sem er ekki til skráð í Gegni, sérstaklega erlendar bókmenntir.
Þetta efni og annað af ýmsu tagi hefur verið valið úr bókagjöfum sem velunnarar hafa fært bókasafnu að gjöf gegnum árin sem. Það er enn og aftur þakkað.
Síðustu ár hefur bókasafnið ekki getað keypt inn eins mikið af bókmenntum og fyrri ár. Því höfum við fengið slatta af bókum í millisafnaláni. Þær eru hér svona tvo mánuði og um að gera að kíkja af og til á úrvalið og grípa gæsina meðan hún gefst. Sama á við um pólskar bækur frá Bókasafni Reykjanesbæjar.
Að lokum er rétt að benda á nýtt og vaxandi hlutverk bókasafna í nútíma samfélagi sem er upplýsingaþjónusta og aðstoð við öflun upplýsinga.
Athugið: Það er útbreiddur misskilningur að ekki megi trufla starfsmenn bókasafna með fyrirspurnum. Þvert á móti þá er það æskilegt því þetta er jú vinnan okkar.