Á þrettánda degi jóla, fimmtudaginn 6. janúar sl., var á vegum foreldrafélags Grunnskólans haldin brenna á sjávarbakkanum í landi Hellnafells, rétt utan við bæinn.

Álfaganga var farin frá veitingahúsinu Kaffi 59 og var gengið að brennustað. Í broddi fylkingar voru álfakóngur og álfadrottning, þau Gunnar Njálsson og Ída María Ingadóttir.

Björgunarsveitin Klakkur hélt svo flugeldasýningu uppi í hæstu hæðum, eða á toppi Fellakolls fyrir ofan hesthúsahverfi. Veðrið var stillt og gott og mikill fólksfjöldi, börn og fullorðnir, sem skemmti sér hið besta.

 

Þessar stelpur voru kátar á brennunni

Álfakóngur og gestir taka lagið

Jólasveinarnir létu sjá sig

Jökull Helgason spilaði undir í  fjöldasöng