- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Stærðfræðikeppni 8.-10. b grunnskólanna á Vesturlandi var haldin í Fjölbrautaskóla Vesturlands 18. febrúar. 19 nemendur frá Grunnskóla Grundarfjarðar tóku þátt í keppninni.
Einn þessara nemenda, Kamilla Rún Gísladóttir, 8. bekk náði einu af 10 efstu sætunum í sínum árgangi og er henni ásamt foreldrum því boðið í Fjölbrautarskóla Vesturlands laugardaginn 13. mars kl. 14.00 en þá verða viðurkenningarskjöl og verðlaun afhent. Við óskum henni innilega til hamingju með árangurinn.
Margir aðrir keppendur í 8.-10. bekk sem tóku þátt í stærðfræðikeppninni stóðu sig einnig mjög vel.