Eftir 5 ára starf er komið að því að lokum fjarnámsins í Grundarfirði. Lokadagurinn er föstudaginn 30. apríl nk. og einungis próf framundan eftir það.

Fjölbrautaskóli Snæfellinga tekur til starfa í haust og tekur þá við þeim nemendum sem áður hafa verið í fjarnáminu.

 

Á þessum tímamótum verður opið hús í húsnæði fjarnámsins við Borgarbraut kl.10-12.

 

Nemendur og starfsfólk fjarnámsins