Jólatónleikar Tónlistarskóla Grundarfjarðar voru haldnir þann 14.desember sl. í sal skólans fyrir fullu húsi. Boðið var upp á heitt kakó og smákökur við kertaljós og notalega stemmningu.

Í skólanum eru 115 nemendur og komu u.þ.b. 50 þeirra fram að þessu sinni. Efnisskráin var að mestu byggð á jólatónlist en inn á milli voru flutt lög úr ýmsum áttum.

 

Skólahljómsveit Tónlistarskóla Grundarfjarðar

 

Að lokum kom svo fram skólahljómsveit tónlistarskólans sem skipuð er eldri nemendum skólans og þeim sem lengra eru komnir í námi.

Skólahljómsveitin var stofnuð sl. haust og hefur reglulegar æfingar einu sinni í viku.  Í haust og fram eftir vetri voru æfð lög úr ýmsum áttum sem síðar verða flutt en undanfarnar vikur hefur hljómsveitin undirbúið þá jóladagskrá sem flutt var á tónleikunum.

Gjaldgengir meðlimir í skólahljómsveitina eru aðallega þeir sem þykja skara fram úr í tónlistarnámi, eru stundvísir og áreiðanlegir. Markmið sem allir nemendur skólans ættu að stefna að. Sjá fleiri myndir í myndabankanum með því að smella hér.

Skólastjóri