- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Framkvæmd við stálþil í nýrri „litlu bryggju“ er að verða lokið. Aðeins er eftir að reka niður 13 plötur við suðurhlið bryggjunnar. Áætlað er að verkinu verði lokið öðru hvoru megin við áramótin. Að því loknu verða steyptir kantar, settir bryggjupollar og fríholt. Þá verður boðinn út þriðji verkhluti framkvæmdarinnar sem er að steypa þekju. Að síðustu verður boðinn út fjórði og síðasti verkhlutinn en í honum felst niðurrif gömlu „litlu bryggju“ og dýpkun.
Myndina tóku starfsmenn Hagtaks úr krana |
Framkvæmdum við landfyllingu við Norðurgarð er að mestu lokið. Eftir er að keyra í burtu farg sem sett var á til að tryggja sig fyllingarinnar. Verið er að vinna við grjótvörn utan um landfyllinguna. Sjá fleiri myndir í myndabankanum með því að smella hér. Myndirnar tóku starfsmenn Hagtaks úr krana sem þeir nota við að koma stálþilinu fyrir.