Rétt svar við spurningu vikunnar

Fyrsta fjölbýlishúsið í Grundarfirði var kallað Götuprýði. 184 tóku þátt að þessu sinni og voru 85 eða 46,2% með rétt svar. Götuprýði stóð við Nesveg 7 þar sem Mareind er til húsa núna. Nafnið er talið koma til vegna fjölbreytileikans í litavali á húsinu því fólk var ekki, á þessum tíma, að ráðgast við nágrannan um litaval.

Menningarráð Vesturlands

Elísabet Haraldsdóttir menningarfulltrúi Vesturlands verður til viðtals á bæjarskrifstofunni fimmtudaginn 30. nóvember 2006 kl. 17-18.   Kynntar verða úthlutunarreglur Menningarráðs Vesturlands vegna styrkja á árinu 2007 og veittar upplýsingar um fyrirkomulag umsókna.   Mögulegir umsækjendur eru hvattir til að nota þetta tækifæri til að viðra hugmyndir sínar og útfærslur við menningarfulltrúann.   Nánari upplýsingar á www.menningarviti.is  

Heimildarmyndirnar Á góðri stund

Heimildarmyndirnar um hátíðina Á góðri stund árin 2004-2006 verða til sölu á bæjarskrifstofunni til jóla og kosta aðeins 3.500 kr.   Myndirnar eru liðlega 3 klst. langar á tveimur DVD diskum og er tilvalin gjöf til vina og vandamanna.  

Sigurörn frjáls á ný við Grundarfjörð

Sigurbjörg og Sigurörn. Mynd GK   Fjöldi fólks fylgdist með þegar Sigurbjörg Sandra bjargvættur Sigurarnar veitti honum frelsi á ný við Grundarfjörð sunnudaginn 26. nóvember sl. Örninn flaug í nokkrar mínútur eða allt þar til hann hvarf sjónum viðstaddra. Nú er vonandi að honum vegni vel en það tekur við hjá honum  að finna sér maka. Starfsfólk húsdýragarðsins þakkar Sigurbjörgu og starfsmönnum Náttúrfræðistofnunnar Íslands samstarfið í þessu ævintýri. Einnig íbúum Grundarfjarðar fyrir sýndan áhuga á erninum sem eflaust er um þessar mundir heiðursíbúi Grundarfjarðar. Frétt fengin af www.husdyragardur.is.

Sigurörn fær frelsið 26. nóvember

Fær bílfar í frelsið á Grundarfirði. Nú hefur fengist grænt ljós frá yfirdýralækni um að sleppa megi erninum Sigurerni sem dvalið hefur í Húsdýragarðinum í Laugardal frá því í lok júní. Niðurstöður sýna sem tekin voru reyndust neikvæð og fær hann því að halda til síns heima í Grundarfirði.  Þar mun Sigurbjörg Sandra Pétursdóttir bjargvættur arnarins sleppa honum og ljúka þar með ævintýrinu sem hófst fyrir 5 mánuðum síðan.  Áætlað er að honum verði sleppt klukkan 13:00 sunnudaginn 26. nóvember.  

Haukaberg SH 20 komið til heimahafnar eftir breytingar

  Haukaberg SH 20 kom til heimahafnar í Grundarfirði í morgun eftir að hafa verið í breytingum og endurbótum í Póllandi. Fimm mánuðir eru síðan skipinu var siglt áleiðis til Póllands en breytingarnar á skipinu, sem hannaðar voru af Jóni Ásmundssyni á Akureyri, fólust m.a. í því að ný brú var sett á skipið og skuti þess var slegið út. Þá voru borðsalur og eldhús endurnýjað og skipt var um aðalvél.   Haukaberg SH 20 er í eigu Hjálmars ehf. og eru eigendum og áhöfn færðar innilegar hamingjuóskir með heimkomuna og breytingarnar.  

Sigurerni ekki sleppt í dag

Í morgun þegar menn voru í þann mund að fanga örninn Sigurörn í Húsdýragarðinum komu fyrirmæli frá yfirdýralækni um að sleppa fuglinum ekki, eins og til stóð að gera í dag. Að sögn yfirdýralæknis er beðið eftir niðurstöðum sýna sem tekin voru fyrr í vikunni. Ekki er ljóst hvort eða þá hvenær erninum verði sleppt. Í fréttatilkynningu segir að öllum spurningum um þetta mál skuli beint til landbúnaðarráðherra Guðna Ágústssonar, yfirdýralæknis Halldórs Runólfssonar eða forstjóra landbúnaðarstofnunar Jóns Gíslasonar.  

Kvikmyndaklúbburinn Kveldúlfur

Kveldúlfur í kvöld kl. 20.30 í Sögumiðstöðinni.

Orkuveita Reykjavíkur óskar eftir starfsfólki

Orkuveita Reykjavíkur auglýsir eftir starfsfólki. Iðnaðarmaður óskast til starfa í Stykkishólmi eða í Grundarfirði. Leitað er að duglegum, samviskusömum einstaklingi með færni í mannlegum samskiptum. Skilyrði er að viðkomandi búi í Stykkishólmi eða í Grundarfirði.  Nánari upplýsingar má finna á starfavef Morgunblaðsins.    

Heimildarmyndir um bæjarhátíðina Á góðri stund í Grundarfirði 2004-2006.

Félagar í UMFG ganga í hús fram að helgi og selja myndirnar. Myndirnar kosta aðeins 3.500 kr. og verður hægt að greiða með debet- og kreditkortum við dyrnar. Eftir helgina verða þær til sölu á bæjarskrifstofunni.   Tökum vel á móti sölufólkinu og kaupum þessar frábæru myndir!!   Grundarfjarðarbær og Örn Ingi.