Haldið var upp á Dag íslenskrar tungu þann 16. nóvember í Leikskólanum Sólvöllum með skemmtun kl.10:00. Foreldrum og öðrum áhugasömum var boðið í heimsókn og var vel mætt. Nemendur fæddir 2004 fluttu vísuna 1 og 2, inn komu þeir, sem brúðuleikrit. Árgangar 2006 og 2007 fluttu tvær krummavísur og nemendur í árgangi 2005 fluttu frumsamda sögu. Síðan sungu allir nemendur skólans nokkur lög og enduðu á að syngja afmælissöng fyrir Leikskólann Sólvelli en þann 15. nóvember voru liðin 30 ár frá því að skólinn flutti í húsnæðið að Sólvöllum 1. Þá var öllum boðið í kökuveislu og bleikt og blátt vatn. Nemendur, starfsfólk og gestir voru að vonum ánægðir með veisluna.