Bæjarstjórnin hugar að sameiningarmálum á Snæfellsnesi

Á 107. fundi bæjarstjórnar Grundarfjarðar þ. 10. september 2009 var eftirfarandi samþykkt:   „Bæjarstjórn Grundarfjarðar samþykkir samhljóða að óska eftir viðræðum við  sveitarfélög á Snæfellsnesi um sameiningu sveitarfélaganna.        Greinargerð: Á undanförnum árum hefur mikið verið fjallað um eflingu sveitarstjórnarstigsins og sameiningu sveitarfélaga.  Árið 2005 var tillögu um sameiningu sveitarfélaga á svæðinu hafnað í kosningum. Þá þegar var þó ljóst að umræða um þessi mál yrði tekin upp síðar og jafnvel fyrir lok þessa kjörtímabils.   Í kjölfar gjörbreyttra aðstæðna  í efnahagsumhverfinu hafa sveitarfélög gert fjölmargar ráðstafanir til að lækka kostnað, án þess þó að skerða grunnþjónustu. Sameining sveitarfélaga á Snæfellsnesi gæti verið liður í þeim aðgerðum og um leið styrkt samfélögin.“   Samkvæmt þessari samþykkt verða öðrum sveitarfélögum á Snæfellsnesi send tilmæli um viðræður um sameiningarmál.  

Handverkshópurinn.

Handverkshópurinn ætlar að  hittast í kvöld klukkan 20:00 í húsi Bókasafnsins, Borgarbraut 16. Allir velkomnir. 

Uppskeruhátíð UMFG

Uppskeruhátíð UMFG verður haldin sunnudaginn 20 september næstkomandi.   Takið daginn frá.   kveðja Stjórn UMFG 

Allir íbúar njóta góðs af aukinni veltu í ferðaþjónustu

 Frétt á vef Skessuhorns 9. september 2009: Gísli Ólafsson„Við erum búin að taka púlsinn á þessu, bæði hjá Markaðsstofunni og eins öðrum samtökum í ferðaþjónustu á Vesturlandi. Ég held að það sé samdóma álit allra að þetta sumar sé algjört sprengisumar í ferðaþjónustunni,” segir Gísli Ólafsson hótelstjóri í Grundarfiði og formaður stjórnar Markaðsstofu Vesturlands í samtali við Skessuhorn. „Komum ferðamanna hefur fjölgað allt upp í hundrað prósent milli ára.  

Síðasta skip sumarsins

Í dag er síðasta skemmtiferðaskip sumarsins í Grundarfirði. Þetta er skipið Tahitian Princess, en það er að koma í annað skiptið í ár. Að því tilefni eru handverksmarkaðir í Grundarfirði opnir.

107. fundur bæjarstjórnar

107. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðarbæjar verður haldinn í Samkomuhúsinu fimmtudaginn 10. september 2009 kl.16.15. Fundir bæjarstjórnar eru opnir og eru allir velkomnir að koma og hlýða á það sem fram fer.

Frá Slysavarnardeildinni Snæbjörgu

Slysavarnardeildin Snæbjörg vill koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem lögðu hönd á plóg í útkalli okkar á dögunum. Það er mikilvægt að standa saman er eitthvað bjátar á og það gerðu Grundfirðingar. Krakkarnir í Unglingadeildinni Pjakk sýndu mikinn dugnað, er leitað var til þeirra, og eru þar upprennandi björgunarsveitarmenn á ferð.   Bestu þakkir til ykkar allra.

Fólkið, fjöllin, fjörðurinn.

Nú er 9. hefti bókarinnar, Fólkið, fjöllin og fjörðurinn komin út og búið er að ganga í hús í Grundarfirði og selja hana. Bókin er komin í sölu í Hrannarbúðinni og einnig er hægt að panta hana hjá Eyrbyggjum á netinu. Sendið póst á eyrbyggjar@grundarfjordur.is og þið fáið bókina senda. Bókin kostar 2.750 kr.

Endurbætt tímatafla UMFG.

Hér má sjá endurbætta tímatöflu UMFG. Bætt hefur verið við útiæfingum fyrir 2. flokk kvenna.

Busað í Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Frétt á vef Skessuhorns 4. september 2009: Í gærmorgun var Busadagur hjá Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði. Um 80 nýnemar voru leiddir um bæinn af eldri nemendum, íklæddir svörtum ruslapokum með litað hár og andlit.  Nýnemarnir urðu síðan að hlýða í einu og öllu fyriskipunum sér eldri nemenda og reyndari til að mynda að syngja og sýna með látbragði “Höfuð herðar hné og tær,” bæði á íslensku og ensku. Þeir sem ekki stóðu sig nógu vel fengu á sig væna sprautu úr vatnsbyssu þeirra elstu, eins og sjá má á myndinni.  Allt fór þetta þó vel fram og allir sýndust hafa gaman af.  Þess má geta að svipuð busavígsla mun fara fram í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi eftir hádegi í dag, en sú athöfn mun fara að mestu fram á Langasandi.