110. fundur bæjarstjórnar

110. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðarbæjar verður haldinn í Samkomuhúsinu mánudaginn 19.október 2009 kl.16.15. Fundir bæjarstjórnar eru opnir og eru allir velkomnir að koma og hlýða á það sem fram fer.

Starfslok Stefáns Jóhanns hjá FSSF

Stjórn FSSF kveður Stefán; f.v. Erla Friðriksdóttir, bæjarstjóri Stykkishólmsbæjar, formaður, Stefán Jóhann, Sigríður Finssen, forseti bæjarstjórnar Grundarfjarðarbæjar og Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar.   Við næstu mánaðarmót lætur Stefán Jóhann Sigurðsson, skrifstofustjóri Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, af störfum. Af því tilefni var efnt til kveðjusamsætis í Félagsheimilinu Röst á Hellissandi.  Margir lögðu leið sína þangað til að heiðra Stefán Jóhann á þessum tímamótum í lífi hans.  Stefán Jóhann hefur gengt starfi skrifstofustjóra FSSF allt frá stofnun byggðasamlagsins fyrir hart nær 10 árum en stofnunin fagnar áratugarafmæli sínu næsta vor.

Sundlaugin lokar

Síðasti opnunardagur sundlaugar verður á föstudaginn 16. oktober 2009. 

Rökkurdagar 2009

Rökkurdagar eru menningarhátíð Grundfirðinga og ætíð haldnir á haustin. Rökkurdagar hefjast að þessu sinni fimmtudaginn 22. október og þeim lýkur laugardaginn 31. Dagskráin er fari að taka á sig mynd þó er enn nóg rými fyrir aðila sem vilja gera eitthvað skemmtilegt. Þeir sem vilja taka þátt geta haft samband við markaðsfulltrúa á skrifstofu Grundarfjarðarbæjar. Bent er á að til að allir atburðir komist inn á dagskrá skal tilkynna þátttöku fimmtudaginn 15. október í síðasta lagi.   Fræðslu- og menningarmálanefnd  

Ályktun bæjarstjórnar Grundarfjarðar á fundi þann 8. október 2009

Bæjarstjórn Grundarfjarðar samþykkti eftirfarandi ályktun á fundi þann 8. október 2009 þar sem bæjarstjórnin harmar framkomnar hugmyndir stjórnvalda sem hafa neikvæð áhrif á landsbyggðina:   ,,Bæjarstjórn Grundarfjarðar skilur og tekur undir það að allir landsmenn þurfi að taka á sig auknar byrðar vegna ástandsins í samfélaginu, en mótmælir því harðlega að vegið sé að landsbyggðinni umfram höfuðborgarsvæðið.

Sameiginleg slökkviæfing á Snæfellsnesi

Frétt á vef Skessuhorns 8. október 2009: Hér er verið að æfa klippingu bíls eftir slys. Ljósm. sk.Sameiginleg æfing slökkviliða á Snæfellsnesi fór fram í Grundarfirði í síðustu viku. Að sögn Garðars Svanssonar varaslökkviliðsstjóra í Grundarfirði tóku 34 slökkviliðsmenn, frá Grundarfirði, Stykkishólmi og Snæfellsbæ þátt í æfingunni sem stóð í fjóra tíma og heppnaðist mjög vel. Garðar segir að leitast sé við að hafa eina sameiginlega æfingu á ári en einnig fáist liðin við stærri útköll þegar þau verða eins og t.d. í Grundarfirði í lok ágústsmánaðar.   „Ég held það hafi komið vel fram á þessari æfingu hvað við eigum öflug slökkvilið og vel tækjum búin,“ sagði Garðar. Á æfingunni var æfð reykköfun, slökkvistarf úr stiga og um borð í báti, en slökkviliðin fengu Hring SH til afnota í því skyni. Þá var einnig æfð björgun úr bíl, þar sem bíllinn var klipptur og nutu slökkviliðsmenn þar aðstoðar sjúkrafluningamanna.

108.fundur bæjarstjórnar

108. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðarbæjar verður haldinn í Samkomuhúsinu fimmtudaginn 8.október 2009 kl.16.15. Fundir bæjarstjórnar eru opnir og eru allir velkomnir að koma og hlýða á það sem fram fer.

Gönguferðir í október 2009

Nú er farið að hausta og haustlitir orðnir allsráðandi í landslaginu, veður síbreytileg, snjóföl niður í miðjar hlíðar og gaman að stunda útiveru. Þátttökugjald kr. 500 fyrir 16 ára og eldri.   Ferðafélag Snæfellsness býður upp á tvær haustferðir nú í október.  

Pub Quis nr 3

Meistaraflokkur karla í knattspyrnu stendur fyrir Pub Quiz spurningaleik á Kaffi 59 þriðjudagskvöldið 6. október kl 21:00. Þetta er í þriðja skiptið sem keppt er í þessum spurningaleik. Síðast voru spurningarnar almenns eðlis og þá sigruðu Hilmar enskukennari, Addi þjálfari, Vignir stranda og Aðalgeir naumlega. Í þetta skiptið verða spurningarnar úr tónlistarheiminum. Nú er tími til að láta ljós sitt skína. Það var magnað stuð á síðasta pub quizi... hvernig verður það í kvöld?   Við í meistaraflokknum hvetjum sem flesta til að koma og taka þátt því þetta kostar bara 500 kr á mann og rennur allur ágóði í starf Meistaraflokks Grundarfjarðar.   Meistaraflokksráð.   

Atvinnuráðgjöf Vesturlands

Margrét Björg Björnsdóttir, atvinnuráðgjafi. Fastir viðtalstíma í Grundarfirði og Stykkishólmi veturinn 2009 - 2010