- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Á 111. fundi bæjarstjórnar Grundarfjarðar fimmtudaginn 12. nóvember var lagt fram bréf frá Umhverfisstofnun. Í bréfi þessu var vakin athygli á því að ekki væri gert ráð fyrir endurgreiðslu vegna refaveiða í fjárlagafrumvarpi 2010. Í tilefni að þessu bréfi var gerð eftirfarandi bókun:
„Bæjarstjórn Grundarfjarðar mun að öllu óbreyttu ekki standa fyrir skipulögðum refaveiðum á næsta ári og ekki verða greidd verðlaun fyrir veidd dýr.“