Frá Bókasafni Grundarfjarðar.

Trjágróður á lóðamörkum, að láni hjá Garðabæ. Trjá- og runnaklippingar, kryddjurtir og undirbúningur vorverkanna. Les- og myndefni á Bókasafni Grundarfjarðar, nýjar áherslur og aðferðir í ræktun. Garðyrkjuhópur Kvenfélagsins fer að lifna við og eru allir velkomnir að vera með. Hafið samband við bókasafnið til að komast á póstlista.


Veðráttulýsingar sr. Jens V. Hjaltalín. Útdráttur. Hér birtast aftur veðráttulýsingar sem birtust í Vikublaðinu Þey í Grundarfirði árin 1998-2001. Sr. Jens skrifaði oftast frá 1. vetrardegi til sumars hvert ár. Seinni árin vék hann frá þeirri reglu og til eru færslur sem ná frá réttum að hausti, fram að slætti.