- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Skessuhorn 12. febrúar 2010:
Á fundi stýrihóps um stefnumótun í ferðaþjónustu í Grundarfirði, sem haldinn var fyrir stuttu, kom fram að útlit er fyrir aukinn fjölda ferðamanna á komandi sumri. Upplýst var að nú þegar væri fullbókað á gististöðum í júlí og ágúst en á sama tíma í fyrra hafði aðeins verið bókað í 50-60% gistirýma fyrir þá mánuði. Kom fram á fundinum að átak þyrfti til að svara aukinni eftirspurn. Þá kom fram að stýrihópurinn hefur haft samband við veitingastaði á svæðinu og á þeim hefði verið vel tekið í hugmyndir um að efla framboð á hráefni úr Breiðafirði á matseðlana.