Á íbúafundinum sem hefst kl. 20 í kvöld verður kynning frá Íslenska gámafélaginu, um fyrirkomulag á þriggja tunnu sorpflokkun.  Tunnur og fötur verða til sýnis og einnig sýnir Suða tunnufestingar.

Björg Ágústsdóttir, ráðgjafi hjá Alta, kynnir hugmynd um Svæðisgarð á Snæfellsnesi, sem unnið er að.

Einnig verður staða og helstu mál hjá bænum kynnt.

Tónlistarskólinn gleður eyrun og eitthvað verður til að gleðja munn og maga.

Fundarstjóri verður Jón Eggert Bragason, skólameistari FSN.

 

Allir velkomnir!