Æfingabúðir í karate

Föstudaginn 9. september nk. mun sensei Jan Spatzek 7. Dan kenna á æfingabúðum hjá okkur. Æfingar hans eru ávallt áhugaverðar og í senn krefjandi. Fyrri æfingin er frá kl. 18-19:30 þá verður gert smá nestishlé og seinni æfingin er frá 19:45-21:15. Þessar æfingar eru eingöngu fyrir þá iðkenndur sem eru með gult belti og yfir (ekki byrjendur). Æfingarnar fara fram í íþróttahúsi Grundarfjarðar.

Bæjarstjórnarfundur

139. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn í Samkomuhúsinu, fimmtudaginn 8. september 2011, kl. 16:30. Fundurinn er opinn og er öllum velkomið að sitja hann og fylgjast með því sem fram fer. 

Vetrartími á bókasafni

Bókasafnið er opið milli kl. 15:00 - 18:00 mánudaga - fimmtudaga. Upplýsingaþjónusta fer einnig fram með tölvupósti í bokasafn (hjá) grundarfjordur.is. www.beta.gegnir.is er ný leitargátt fyrir bókasöfn landsins, háskólabókasöfnin, Tímarit,is, Bækur.is, Hvar.is og Ljósmyndasafn Reykjavíkur. Kynnið ykkur rafræna þjónustu bókasafnanna og leitið eftir aðstoð ef þið hafið ekki aðgang að Interneti.  Sjáumst á bókasafninu. Sunna.

Aðalfundur Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Fellaskjóls

Aðalfundur Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Fellaskjóls verður haldinn fimmtudaginn 08.09.2011 á Fellaskjóli kl. 20:00. Venjuleg aðalfundarstörf.

Leikklúbbur Grundarfjarðar

Leikklúbburinn tilkynnir. 1. til 7. bekkur mæting í dag í samkomuhúsinu klukkan 17 - 19. Mæting fullorðinna er klukkan 20.00 í samkomuhúsinu. Leikklúbbur Grundarfjarðar.

Ávarp bæjarstjóra við setningu aðalfundar Skógræktarfélags Íslands

Stjórn Skógræktarfélags Íslands, góðir aðalfundarfulltrúar og gestir.   Fyrir hönd Grundarfjarðarbæjar býð ég ykkur velkomin til bæjarins. Þetta er sennilega einn fjölmennasti fundur sem haldinn hefur verið hér í Grundarfirði og alveg örugglega sá fjölmennasti í þessum sal. Vonast ég til að ykkur gangi vel í störfum ykkar á þessum fundi.  

Foreldrafundur í FSN

Foreldrar/forráðmenn nemenda Fjölbrautaskóla Snæfellinga eru boðaðir á foreldrafund fimmtudaginn 8. september 2011 – kl. 20.00 – 21:30 í húsnæði skólans í Grundarfirði og á Patreksfirði.

Aðalfundur skógræktarfélags Íslands í Grundarfirði.

    Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands verður haldinn í Grundarfirði nú um helgina. Fundurinn hefst í fyrramálð og stendur fram á sunnudag. Skógræktarfélag Eyrarsveitar er gestgjafi skógræktarfólksins og er þetta í fyrsta skipti sem aðalfundur félagsins er haldinn í Grundarfirði.  

Sundlaugin opin um helgina

Vegna fjölmargra beiðna hefur verið ákveðið að hafa sundlaugina opna um næstu helgi, 2.-4. september.   Sundlaugin verður opin sem hér segir: Föstudag 2. sep., kl. 16-19  Laugardag 3. sep., kl. 10-16 Sunnudag 4. sep., kl. 10-16

Nýr útivistartími barna og unglinga

1. september tekur gildi nýr útivistartími fyrir börn og unglinga eftir lengri útivistartíma í sumar.   Börn, 12 ára og yngri, mega ekki vera á almannafæri eftir kl. 20:00 nema í fylgd með fullorðnum.   Börn, 13 til 16 ára, skulu að sama skapi ekki vera á almannafæri eftir kl. 22:00, enda séu þau ekki á heimferð frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu.   Aldurstakmörkin miðast við fæðingarár.   Mikilvægt er að foreldrar og forráðamenn  sýni samstöðu og  gæti þess að börn þeirra virði útivistartímann.