Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull býður til afmælis

Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull býður til tíu ára afmælishátíðar þann 28. júní n.k. Afmælishátíðin verður haldin í og við gestastofu þjóðgarðsins á Hellnum kl. 14:00 - 18:00. Sjá nánar auglýsingu.

Smíðavöllur

  Nú á mánudaginn hefst sumarnámskeið fyrir börn fædd á árunum 1997-2005. Námskeiðið stendur til föstudags og er munu þátttakendur smíða kofa á besta stað í bænum. Enn er hægt að skrá sig á námskeiðið á bæjarskrifstofu, sem og önnur námskeið sem í boði eru. Fyrir þá sem ekki komast verður haldið annað smíðanámskeið í lok júlí.

Grundarfjarðarhöfn auglýsir útboð á verki við smábátahöfn

Hafnarstjórn Grundarfjarðar óskar eftir tilboðum í endurskipulagningu smábátahafnar sem felst í dýpkun, grjótvörn, steypa landstöpla, byggingu flotbryggju ásamt landgangi og uppsetningu.

17. júní - Þjóðhátíð í Grundarfirði.

Dagskrá 17. júní má sjá hér. 

Sundlaugin verður lokuð um stund

 Sundlaugin verður lokuð í dag frá klukkan 10:00 til 13:00 vegna viðhalds.

Dreifing endurvinnslutunna

Byrjað er að dreifa grænu og brúnu tunnunum. Bæjarbúar eru hvattir til að koma þeim í var. Ef þörf er á fleiri tunnum eða vilji til að fækka tunnum. Er hægt að hafa samband við Ingibjörgu (Bibbu) í síma 840-5728.    

Bæjarstjórnarfundur

138. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn þriðjudaginn 14. júní 2011, kl. 10:00 í Samkomuhúsinu. Fundir bæjarstjórnar eru opnir og er öllum velkomið að koma og hlýða á það sem fram fer. 

Umsækjendur um starf skrifstofustjóra

Umsóknarfrestur um starf skrifstofustjóra á bæjarskrifstofu Grundarfjarðar er runnin út. 14 sóttu um starfið en einn umsækjandi dró umsókn sína til baka að umsóknarfresti liðnum.  

Endurvinnslutunnur

Endurvinnslutunnurnar koma til dreifingar í næstu viku. Ef einhverjar spurningar vakna þá tekur Ingibjörg (Bibba) við fyrirspurnum í síma 840 5728.

Leikhópurinn Lotta í Grundarfirði

Leikhópurinn Lotta sýnir glænýtt íslenskt leikrit um Mjallhvíti og dvergana sjö í Þríhyrningnum, laugardaginn 11. júní nk kl. 13:00. Þetta er fimmta sumarið sem Leikhópurinn Lotta setur upp útisýningu en síðastliðin sumur hefur hópurinn tekist á við Hans klaufa, Rauðhettu, Galdrakarlinn í Oz og Dýrin í Hálsaskógi. Leikgerðina um Mjallhvíti og dvergana sjö gerði Anna Bergljót Thorarensen. Þetta er fyrsta leikritið sem hún skrifar en hún hefur verið meðlimur í Leikhópnum Lottu frá stofnun hans árið 2006. Ný tónlist hefur einnig verið samin fyrir verkið en auk Önnu koma þar að verki Rósa Ásgeirsdóttir, Oddur Bjarni Þorkelsson og Baldur, Helga og Snæbjörn Ragnarsbörn.