Sundlaug Grundarfjarðar

Búið er að opna sundlaugina. 

Upphaf skólastarfs í FSN haustönn 2011

Nýnemadagur miðvikudaginn 17. ágúst kl. 10:00. Þar verður farið yfir helstu þætti skólastarfsins. Þeir nemendur sem eiga fartölvur eru beðnir um að koma með þær. Gert er ráð fyrir að dagskrá nýnemadags ljúki um kl. 14:00. Nemendur í framhaldsdeildinni á Patreksfirði mæta á nýnemadag í deildina á Patreksfirði kl. 10:00. Rútur á nýnemadag frá Stykkishólmi (íþróttamiðstöð) kl. 09:30, frá Hellissandi (N1) kl. 09:30, frá Rifi kl. 09:33, frá Ólafsvík kl. 09:40. Heimferð frá FSN kl. 14:00.

Skammtímavistun á Gufuskálum

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga auglýsir laus störf til umsóknar við skammtímavistun ungmenna með fötlun á Gufuskálum. Unnið er á 3 skiptum vöktum frá 16:00 á föstudögum til fyrriparts sunnudaga, aðra hverja helgi tímabilið september 2011 til loka maí 2012. Í

Ljósmyndasamkeppni

  Við minnum á ljósmyndasamkeppnina sem er í gangi. Vegleg verðlaun eru í boði fyrir bestu myndirnar. Samkeppnin hófst  2. maí og stendur til 31. ágúst og verða myndirnar að vera teknar á því tímabili og innan sveitarfélagsmarka. Hver þátttakandi má senda inn tíu myndir. Afraksturinn verður svo til sýnis á veglegri sýningu á næstu Rökkurdögum. Þemað í samkeppninni er sumar.   Nánari upplýsingar veitir markaðsfulltrúi Grundarfjarðarbæjar (899-1930 / jonas@grundarfjordur.is).  

Fjölbrautaskóli Snæfellinga auglýsir eftirfarandi stöður

Stuðningsfulltrúi við starfsbraut FSN í Grundarfirði, 100% staða í 5 mánuði.   Starfsmaður í ræstingar í Grundarfirði, 40% staða í rúma 8 mánuði.  

Grundfirðingar með þriggja stiga forystu í C-riðli

Síðastliðinn fimmtudag mætti Grundarfjörður liði Afríku á Leiknisvelli í Breiðholtinu. Grundarfjörður sem var fyrir þennan leik í öðru sæti C-riðils með 25 stig á meðan Afríka var á hinum endanum með aðeins eitt stig.  

Tilkynning frá Sundlaug Grundarfjarðar

Heitu pottarnir í sundlauginni verða ekki í notkun, vegna bilunar, fram yfir helgi. Sundlaugin verður eftir sem áður opin. 

Tilkynning til smábátaeigenda í Grundarfirði

Þar sem framkvæmdir eru hafnar við stækkun viðlegu í Suðurhöfn Grundarfirði (smábátahöfn) eru smábátasjómenn beðnir um að fara gætilega við komu og brottför í innrihöfn.  

Farsæll hf. selt til Fisk Seafood

Í dag 26. júlí 2011 hefur verið gengið frá sölu á 66% hlut í útgerðarfélaginu Farsæli hf. til Fisk Seafood, sem eftir þessi viðskipti hefur eignast allt hlutafé í félaginu.   Farsæll hf. hefur rekið útgerð í Grundarfriði frá því 1936 eða í 75 ár en vegna lítilla aflaheimilda hafa rekstrarskilyrði verið erfið síðustu ár og sýnilegt að þörf var á breytingum til þess að efla starfsemi félagsins.  

Háls, nef og eyrnalæknir

Þórir Bergmundsson háls, - nef og eyrnalæknir verður með móttöku á Heilsugæslunni Grundarfirði Miðvikudaginn 10. ágúst n.k. Tekið er á móti tímapöntunum á Heilsugæslustöð Grundarfjarðar í síma 432-1350