Kór Neskirkju heimsækir Grundarfjörð

  Kór Neskirkju heimsækir Grundarfjörð og heldur tónleika í Grundarfjarðarkirkju föstudagskvöldið 3. júní kl. 20:30. Efnisskrá tónleikanna er fjölbreytt.  Flutt verða sumarleg sönglög, íslensk þjóðlög, sálmar og ættjarðarlög í bland við nokkur erlend tónverk.   Af verkum íslenskra tónskálda á efnisskránni má nefna  tónlist eftir Báru Grímsdóttur, Þorkel Sigurbjörnsson, Sigvalda Kaldalóns, Emil Thoroddsen, Inga T. Lárusson og KK.    Af erlendum tónskáldum má nefna John Bennett, Anton Bruckner, R. Nathaniel Dett og Nathan Hall. Saman syngja kórar Neskirkju og  Grundarfjarðarkirkju nokkur lög.  Stjórnandi Kórs Neskirku er Steingrímur Þórhallsson.   Allir hjartanlega velkomnir – enginn aðgangseyrir.

Vinnuskóli 2011

Vinnuskólinn mun hefja starfsemi mánudaginn 6. júní 2011. Vinnuskólinn starfar í tveimur tímabilum, fyrra tímabilið verður frá 6. júní til 30. júní að báðum dögunum meðtöldum. Seinna tímabilið verður frá 4. júlí til 27. júlí að báðum dögum meðtöldum. Þátttakendum verður skipt niður á tímabil eftir skráningu lýkur. Unnið verður mánudaga til fimmtudaga kl. 8:30-12:00.  

Ársreikningur 2010

Á síðasta fundi bæjarstjórnar Grundarfjarðar voru ársreikningar Grundarfjarðarbæjar og stofnana fyrir ári 2010 samþykktir.   Rekstrarniðurstaða var betri en áætlað var, þó niðurstaðan hafi verið neikvæð um 16 millj. kr. en áætlun gerði ráð fyrir neikvæðri afkomu að fjárhæð 33 millj. kr. Rekstrartekjur sveitarfélagsins námu 655 millj. kr. og rekstrargjöld fyrir fjarmagnsliði og afskriftir voru 563 millj. kr.  

Sumarnámskeið fyrir börn

Nú í sumar er boðið upp á fjölda glæsilegra námskeiða fyrir unga Grundfirðinga. Skráning fer fram á skrifstofu Grundarfjarðarbæjar.

Sorphirðudagatal 2011

Eins og kunnugt er tekur við nýtt fyrirkomulag í sorphriðu  í byrjun júní. Meðfylgjandi er sorphirðudagatal fyrir árið 2011. Hver tunna er losuð mánðarlega en yfir sumarmánuðina verður brúna tunnan losuð tvisvar í mánuði.   Sorphirðudagatal 2011

Slökkt á ljósastaurum

Til loka júlímánaðar verður slökkt á öllum ljósastaurum í Grundarfirði. Á þessum bjartasta tíma ársins loga ljós á ljósastaurum einkum á næturna þegar þungbúið er. Það ættu því ekki margir að verða þessa varir. Með þessari aðgerð næst einhver orkusparnaður og er þess vænst að bæjarbúar sýni þessari tilraun skilning.  

Dúllur á bókasafninu

Á Bókasafni Grundarfjarðar eru þrír glerskápar sem geyma sýnishorn af munum af Byggðasafni Snæfellinga og Hnappdæla. Þessar vikurnar eru ýmsir mundir sem tengjast handverki frá gamalli tíð.   Meðal þeirra er þessi mynd af dúllum úr eigu gamals Snæfellings. Dúllurnar eru gerðar með nál. Fáir þekkja þessa aðferð en þeir sem geta upplýst okkur um hana mega hafa samband við bókasafnið eða Norska húsið.     Smellið á myndina til að fá stærri mynd  

Rafrænt á bókasafninu

Kíkið á nýlega tækni og möguleika í rafrænum aðgangi.   Rafbækur -  Hljóðbækur Tímarit - Talgerfill Kvikmyndir -  You Tube  Bókasafn Grundarfjarðar

Flotbryggja fyrir tjaldinn

Sunnan við bæinn Eiði er Arnór Kristjánsson bóndi að gera all nýstárlega tilraun. Þannig hagar til að tjaldshjón hafa til nokkurra ára átt búsetu á malareyri sunnan við bæinn og um sjötíu metra frá sjónum. Þetta mun vera í a.m.k. þriðja eða fjórða skipti sem tjaldurinn verpir á sama stað. Undanfarin vor hefur hreiðrið ýmist farið á kaf á háflóði eða tófan stútað eggjunum í því og uppeldi tjaldshjónanna því misfarist.  

Boðskort á útskrift

Fjölbrautaskóla Snæfellinga 20. maí 2011.  Útskriftarhátíð Fjölbrautaskóla Snæfellinga verður haldin föstudaginn 20. maí 2011 í hátíðarsal skólans í Grundarfirði. Hátíðin hefst kl.15:00 og að henni lokinni verða kaffiveitingar í boði skólans.   Allir velunnarar skólans eru velkomnir.                                                  Skólameistari