Komi til verkfalls leikskólakennara mánudaginn 22. ágúst verður að takmarka starfsemi leikskólans sem hér segir:
Eldri deildin (Framsveit) verður lokuð. Yngri deild (Útsveit) verður opin allan daginn, kl. 8-16, með þeim takmörkunum að fjögur börn á deildinni verða að vera heima dag hvern. Leikskólastjóri mun deila því jafnt á börnin og verður í sambandi við foreldra um nánari útfærslu. Þessi opnunartími gildir þar til annað verður ákveðið.
Ekki verður unnt að færa börn af eldri deild yfir á yngri deild.
Ágreiningur er á milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags leikskólakennara um framkvæmd hugsanlegs verkfalls. Þar til sá ágreiningur er útkljáður, ef til verkfalls kemur, verður þjónusta leikskólans takmörkuð með þeim hætti sem hér er lýst.
Mikilvægt er að foreldrar og forráðamenn barna í leikskólanum fylgist með fréttum og upplýsingum um starfsemi leikskólans sem verða settar hér á heimasíðu bæjarins.
Bæjarstjóri