Kátir krakkar

  Í gær hófst ævintýranámskeið með stæl. Glæsileg dagskrá er í boði næstu tvo mánuðina og að gefnu tilefni er ítrekað að skráning er enn opin.  

Sigríðarganga

Haldið verður í hina árlega Sigríðargöngu þriðjudaginn 14. júní kl. 18:00. Að vanda verður lagt af stað frá Hallbjarnareyri og gengið á Eyrarfjall í Framsveit við Grundarfjörð. Gangan upp tekur um einn og hálfan tíma ef rólega er gengið. Siðan er hlaupið niður fjallið og er skemmsti tími 49 sekúndur, en oftast er miðað við 3 mínútur en það setur engin met í fyrstu tilraun. Allir velkomnir.   Sigga Dís

Fitness Námskeið og Fitness Keppni

Sumrin eru frábær tími til að nýta til að vera úti við og hafa gaman með vinum en sumarið er einnig frábært að nýta í að vera úti í sólinni og hreyfa sig.  9. júní næstkomandi fer ég af stað með fitness námskeið fyrir krakka og unglinga á aldrinum 12-18 ára. Námskeiðið verða haldin úti við, inni í íþróttahúsi í slæmu veðri og í sundlaug Grundarfjarðar.

Sumar á bókasafninu

  Frá 1. júní fram yfir miðjan ágúst verður aðeins opið á fimmtudögum kl. 13-18 (þó ekki 2. júní). Hægt er að skila bókum á bæjarskrifstofuna milli kl. 10 og 14. 

Svartur svanur

  Sjaldséðir hvítir hrafnar segir máltækið. Líklega verða svartir svanir einnig að teljast sjaldséðir en þessa dagana er einn slíkur í heimsókn í Grundarfirði. Tómas Freyr Kristjánsson tók þessa skemmtilegu mynd og nokkrar til.

Safnað fyrir vatnsrennibraut

Þessar duglegu Grundarfjarðarhnátur komu við á bæjarskrifstofunni í gær. Þær heita Brynja Gná, Karen Lind, Elva Björk, Svanhildur Ylfa og María Margrét. Tilefnið var að afhenda fé sem þær höfðu safnað til kaupa á vatnsrennibraut í sundlaug bæjarins. Þær söfnuðu 6.429 kr og bætist það í sjóðinn. Þessi sjóður var stofnaður árið 1997 og margir kraftmiklir krakkar gefið í hann í gegnum tíðina. Í dag eru rúmlega 96.000 kr. í sjóðnum. Við þökkum þeim fyrir gott framtak.

Dagskrá Sjómannadagsins í Grundarfirði 2011

Sjómannadagshelgin er að renna upp og verður margt  gert til skemmtunnar þessa helgi, golfmót, sprell fyrir krakkana, grill í boði Samkaupa, keppni á bryggjunni á milli áhafna, þyrla Landhelgisgæslunnar mætir o.fl. o.fl. Hér má sjá dagskrána. 

Moldin er komin

Möldarkörum hefur verið komið fyrir á planinu fyrir neðan gámastöðina. Þar má sækja sér mold endurgjaldslaust. Hámark eitt kar á heimili.  

Móttökuhópur sumarsins

  Við erum að leita að skemmtilegum og hressum ungmennum á aldrinum 13-18 ára til að starfa í móttökuhóp fyrir skemmtiferðaskipin sem heimsækja okkur í sumar.   Kannt þú á hljóðfæri? Kannt þú að syngja? Langar þig að spila Kubb? Hefurðu gaman af því að skemmta öðrum? Vantar þig aukapening í sumar?   Ef eitthvað af ofangreindu á við um þig þá endilega hafðu samband við markaðsfulltrúa Grundarfjarðarbæjar í síma 430-8500.   Hafnarstjóri

Götusópur

Götusópur mun vera á ferðinni í dag og á morgun og eru íbúar beðnir að hliðra til fyrir honum eftir því sem kostur er.