- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands verður haldinn í Grundarfirði nú um helgina. Fundurinn hefst í fyrramálð og stendur fram á sunnudag. Skógræktarfélag Eyrarsveitar er gestgjafi skógræktarfólksins og er þetta í fyrsta skipti sem aðalfundur félagsins er haldinn í Grundarfirði.
Á aðalfundinn mæta kjörnir fulltrúar allra skógræktarfélaga á landinu. Meðal viðburða má nefna að skrifað verður undir samning milli Skógræktarfélags Ólafsvíkur og Snæfellsbæjar, er lýtur að framtíðar útivistarsvæði við bæinn og milli Skógræktarfélags Ólafsvíkur og Grunnskóla Snæfellsbæjar um fræðslusetur.
Dagskrá fundarins má finna á heimasíðu Skógræktarfélags Íslands, http://skog.is/ en þar verða ítarupplýsingar sem tengjast fundinum og helstu fréttir af honum.
Tekið af vef Skessuhorns þann 2. september 2011.