Fjölskyldudagur 30. október 2011.

Frá vinstri: Salbjörg S. Nóadóttir, Kolbrún Grétarsdóttir og Björn Steinar Pálmason, bæjarstjóri   Sunnudaginn 30. október sl. var haldinn fjölskyldudagur í samkomuhúsi Grundarfjarðar. Þar bauð 9. bekkur grunnskólans upp á kaffiveitingar og ýmislegt til skemmtunar.

Aurskriða féll í Kirkjufelli fyrr í mánuðinum

Hér má sjá hvar spýjan féll úr Flettum. Ljósm. SK.   Stór og löng aurskriða féll í Kirkjufelli í Grundarfirði fyrir tæpum tveimur vikum. Skriðan féll í Búðarlandi en Valgeir Þór Magnússon bóndi í Kirkjufelli segir grenjandi rigningar hafa verið dagana áður. “Það var mikil mildi að skriðan skyldi ekki falla nálægt bæjum eða fólki. Þó var fé á beit í fjallinu þegar skriðan féll en ég get þó ekki séð að það vanti neitt fé hjá okkur. Það er auðvitað búið að smala og flestar kindur voru heima í túni þegar skriðan féll,” sagði Valgeir í samtali við Skessuhorn.

Íþróttaskólinn fellur niður í dag

Íþróttaskólinn fellur niður í dag vegna brúðleiksýngar sem verður í Sögumiðstöðinni klukkan 17.00 í dag.

Ríkisfang: Ekkert

Hvernig er hægt að vera ríkisfangslaus? Hvað eru landtöku-byggðir? Og hvernig er að búa í tjaldi? Sigríður Víðis Jónsdóttir fjallar um málefni Palestínu, stofnun Ísraelsríkis, vegatálma á Vesturbakkanum og sýnir myndir af vettvangi. Hún svarar spurningum og les upp úr bók sinni Ríkisfang: Ekkert, sem fjallar um palestínsku flóttakonurnar á Akranesi sem fengu hæli á Íslandi haustið 2008. Sigríður er fædd á Akranesi 1979.

Opið hús í Grunnskóla Grundarfjarðar

Opið hús  verður í Grunnskóla Grundarfjarðar föstudaginn 28. október frá kl.11:00 – 12:30. Skólastofur verða opnar og mörg falleg verk eftir nemendur hanga á veggjum skólans. Einnig er gestum frjálst að koma og fylgjast með kennslu. Hatta- og hárskrautsdagur verður á morgun sem setur skemmtilegan svip á daginn.

Sveitarútilega Fálkaskáta úr Grundarfirði.

Daganna 21-23. október fóru 24 fálkaskátar Skátafélaginu Erninum - Æskulýðsfélagi Setbergssóknar í sveitarútilegu sína sem var haldin á hinum forna þingstað Þingvöllum í Helgafellssveit.      

Lúðrasveit Tónlistaskólans á ferðinni.

Lúðrasveit tónlistaskólans ásamt Baldri, stjórnanda sveitarinnar.   Í tilefni Rökkurdaga fór Lúðrasveit tónlistaskólans á flakk um bæinn og spilaði vel valin lög fyrir bæjarbúa. Á þriðjudagsmorgun spiluðu þau, undir styrkri stjórn Baldurs tónlistakennara, í anddyri bæjarskrifstofunnar, viðstöddum til mikillar ánægju. Frábær hópur sem lét sig ekki muna um það að flækjast á milli staða með öll sín hljóðfæri og taka nokkur lög. Takk fyrir okkur. Hér má sjá fleiri myndir. 

Bæjarstjórnarfundur

141. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn fimmtudaginn 27. október nk. kl. 16:30. Fundurinn verður í Samkomuhúsinu.   Dagskrá fundarins:

Félagsvist á Rökkurdögum

Þriðjudaginn 25 október verður félagsvist í samkomuhúsinu. Er þetta ætlað öllum sem hafa áhuga. Vegna mistaka í Rökkurdaga bæklingnum er rétt að taka það fram að aðeins er spilað á einu spjaldi sem kostar kr. 600. Húsið opnar kl. 19.30 og verður þeim sem vilja sagt til um helstu leikreglu. Það geta því allir sem vilja, reyndir sem óreyndir komið og spilað. Félag eldri borgara í Grundarfjarðarbæ  

Sköllótta söngkonan - síðasta sýning

Þriðja og síðasta sýning á leikritinu "Sköllótta söngkonan" verður í Samkomuhúsinu, sunnudaginn 23. október, kl. 20. Örfáir miðar eftir!   Uppselt hefur verið á fyrstu tvær sýningarnar! Miðapantantanir í síma 690 6559 eða leikklubbur@gmail.com.