Tilkynning vegna baráttudags gegn einelti 8. nóvember

    Í dag, 8. nóvember, mun Grunnskóli Grundarfjarðar taka þátt í ofangreindu verkefni sem er á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Umsjónarkennarar munu taka ýmis verkefni fyrir í sínum bekkjum í dag, þá sérstaklega sem fjalla um vináttu, virðingu og jákvæð samskipti. Gott væri síðan að ræða þessi mál þegar heim er komið og hvetjum við foreldra og forráðamenn eindregið að fara inná vefinn www.gegneinelti.is og skrifa undir sáttmálann.   Sigurinn verður seint unninn gegn einelti nema samvinna, samhygð og jákvæð samskipti séu viðhöfð í samskiptum okkar allra sem að einu samfélagi koma.   Starfsfólk Grunnskóla Grundarfjarðar

Jól í skókassa

Síðasti skiladagur í Grundarfirði er í dag, föstudaginn 4. nóvember. Tekið verður á móti skókössum í dag föstudaginn 4. nóvember í safnaðarheimili Grundafjarðarkirkju frá kl. 16-17:30.Tengiliðir eru Anna Husgaard Andreasen (663-0159) og Salbjörg Sigríður Nóadóttir (896-6650). 

Viðvera menningarfulltrúa

Menningarfulltrúi Vesturlands mun hafa viðveru í Átthagastofu fimmtudaginn 10. nóvember milli kl 12:00 og 14:00 og í Grundarfirði á bæjarskrifstofunni frá  kl. 15.30- 17:00. Elísabet Haraldsdóttir sími 4332313/ og 8925290

Heimsending á mat til eldri borgara

Í samvinnu Grundarfjarðarbæjar og Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Fellaskjóls stendur eldri borgurum í Grundarfirði til boða að fá heimsendan mat í hádeginu alla virka daga. Um tilraunaverkefni er að ræða í vetur. Matarbakki kostar 650 kr. og hver heimsending kostar 150 kr. Innheimt er mánaðarlega eftirá. Eitt heimsendingargjald er á hvert heimili. Þeir sem hafa áhuga á að nýta sér þessa þjónustu hafi samband við Evu Jódísi í síma 438 6677.   Grundarfjarðarbær og Dvalar- og hjúkrunarheimilið Fellaskjól  

Úrslit í ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðarbæjar.

  1. sæti, "Gengið úr Sandvík" Ljósmyndari Kolbrún Grétarsdóttir   Grundarfjarðarbær efndi í vor til ljósmyndasamkeppni undir yfirskriftinni "Sumar í Grundarfirði". Tilgangurinn með þessari keppni var sá að bærinn myndi eignast góðar myndir úr sveitarfélaginu til nota við kynningarstarf og annað sem viðkemur starfsemi bæjarins. Þátttaka var góð og bárust  86 myndir frá tíu aðilum. Tilkynnt var um úrslit á fjölskyldudegi Rökkurdaga og fengu þeir aðilar sem áttu þrjár bestu myndirnar peningaverðlaun. Þeir eru: 1. sæti Kolbrún Grétarsdóttir 2. sæti Salbjörg S. Nóadóttir         3. sæti Tómas Freyr Kristjánsson     

Háls-, nef og eyrnalæknir

Þórir Bergmundsson háls,- nef og eyrnalæknir verður með móttöku á HVE Grundarfirði föstudaginn 25. nóvember n.k. Tekið er á móti tímapöntunum á Heilsugæslustöð Grundarfjarðar,  sími 432 1350  

Augnlæknir

Guðrún Guðmundsdóttir augnlæknir verður með móttöku á HVE Grundarfirði fimmtudaginn 17. nóvember  n.k. Tekið er á móti tímapöntunum á Heilsugæslustöð Grundarfjarðar,  sími 432 1350  

Norræna bókasafnavikan

Mánudaginn 14. nóvember 2011 hefst Norræna bókasafnavikan. Mánudagurinn er stóri upplestrardagurinn. Fylgist með á Facebook og skemmtið ykkur yfir norrænum húmor. Norræn fyndni 1998.

Tilkynning vegna breytinga í útboði á snjómokstri

Tilkynning vegna breytinga á lið 13.d. og 31 í útboði á snjómokstri fyrir Grundarfjarðabæ.   Til þeirra er málið varðar: Ákveðið hefur verið að breyta eftirfarandi skilyrðum í útboði á snjómokstri í Grundarfirði eins og lýst er hér að neðan:  

Útboð - snjómokstur 2011

Grundarfjörður óskar eftir tilboðum í snjómokstur í bænum frá nóvember 2011 til júní 2015. Tilboðsgögn má nálgast á vef Grundarfjarðarbæjar og á bæjarskrifstofu Grundarfjarðar Grundargötu 30. Tilboðum skal skila í lokuðu umslagi á bæjarskrifstofu Grundarfjarðar eigi síðar en kl. 11, miðvikudaginn 9. nóvember og verða þau þá opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Grundarfjarðabær.