- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Í nóvember síðastliðnum var árlegt
eldvarnarátak Landssambands slökkviliðs-
og sjúkraflutningamanna (LSS). Af því tilefni voru allir þriðju bekkingar landsins heimsóttir og fræddir um eldvarnir. Allir krakkarnir tóku þátt í eldvarnargetraun sem síðan var dregið úr nú á dögunum og þeir heppnu verðlaunaðir á 112 deginum sem fór fram á laugardaginn. Í Grundarfirði var það hann Atli Ágúst Hermannsson sem var einn af þessum heppnu þriðju bekkingum og hlaut hann í verðlaun reykskynjara, viðurkenningaskjal og iPod tónlistarspilara. Á myndinni til hliðar má sjá Atla Ágúst með verðlaunin góðu ásamt þeim Gústav Alex Gústavsson reykkafara og Valgeiri Magnússyni slökkviliðsstjóra.