Skólastarfið hefur farið vel af stað hjá okkur, nemendur og kennarar brosandi út að eyrum. Í vetur eru 100 nemendur skráðir í skólann í 1. – 10. bekk. Á yngsta stigi, 1. – 4. bekk eru 45 nemendur, 26 drengir og 19 stúlkur, á miðstigi, 5. – 7. bekk eru 28 nemendur, 7 drengir og 21 stúlka, á elsta stigi eru 28 nemendur, 10 drengir og 17 stúlkur.
Tveir nýir kennarar hafa bæst í starfsmannahópinn en það eru þau Helga Guðrún Guðjónsdóttir aðstoðarskólastjóri og umsjónarkennari í 6. og 7. bekk og Jóhannes Guðbjörnsson íþróttakennari og umsjónarkennari í 6. og 7. bekk. Bjóðum við þau hjartanlega velkomin til starfa í skólanum okkar.