- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Menntastoðir er tilvalin námsleið fyrir þá sem vilja hefja nám á ný og ná sér í grunnfögin í framhaldsskóla.
Markmið námsins er að stuðla að jákvæðu viðhorfi námsmanna til áframhaldandi náms og auðvelda þeim að takast á við ný verkefni. Í náminu er lögð áhersla á að nemendur læri að læra, efli sjálfstraust sitt og lífsleikni.
Menntastoðir eru fjarnám er 2 annir, og hefst með staðlotu föstudaginn 21.september í Borgarnesi.
Helstu námsgreinar eru: stærðfræði, íslenska, enska, danska, bókfærsla, tölvu- og upplýsingatækni ásamt námstækni. Nám í Menntastoðum kostar 116.000 kr. Hægt er að sækja um styrki hjá stéttarfélögum fyrir skólagjöldum. Einnig geta atvinnuleitendur sótt um námsstyrk hjá Vinnumálastofnun vegna námsins. Sjá nánar á heimasíðu Vinnumálastofunnar www.vmst.is
Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Helgu Lind verkefnastjóra hjá Símenntunarmiðstöð Vesturlands – helgalind@simenntun.is
Nemendur sem ljúka námi í Menntastoðum eiga kost á því að sækja um nám á Háskólabrú Keilis. Nám á Háskólabrú er lánshæft hjá LÍN, samkvæmt reglum LÍN. Sjá nánar á heimasíðu Lánasjóðsins www.lin.is
Umsóknarfrestur er til 17.september.