- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Grundfirðingar mættu vel á íbúafund sem haldinn var þriðjudagskvöldið 14. maí, en um 50 manns sátu fundinn. Þar voru kynnt helstu mál og urðu síðan umræður í kjölfarið. Á þessu kjörtímabili hefur bæjarstjórn haldið íbúafundi vor og haust og var fundurinn sá fjölmennasti til þessa.
Farið var yfir fjármál og stöðu, mótun skólastefnu, breytingar í Sögumiðstöð, ráðningu menningar- og markaðsfulltrúa og skipulags- og byggingarfulltrúa, en síðarnefnda starfið er í samstarfi við Stykkishólm. Einnig var greint frá ágætum árangri af sorpflokkun, sílardauða í Kolagrafafirði og fjallað um framkvæmdir ársins.
Talsverð umræða varð um málefni Sögumiðstöðvar og Heilsugæslu. Spurt var um ýmislegt varðandi ferðaþjónustu og rætt um vatns- og sorpgjöld, svo eitthvað sé nefnt.
Umræður voru málefnalegar og komu fram ýmsar ábendingar og hugmyndir.