Garðsláttur fyrir eldri borgara og öryrkja

Líkt og síðustu ár býður Grundarfjarðarbær lífeyrisþegum niðurgreidda þjónustu við garðslátt í sumar. Umsóknareyðublöð um garðslátt liggja á bæjarskrifstofu. Einnig er hægt að sækja um gegnum tölvupóst eða síma.   Gjaldskrá Umsóknareyðublað   Allar nánari upplýsingar eru veittar á bæjarskrifstofu í síma 430 8500.   Grundarfjarðarbær  

Bæjarstjórnarfundur

161. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn í Samkomuhúsinu, fimmtudaginn 13. júní nk. kl. 16:30.   Dagskrá fundarins: 

Styrkir til bættrar einangrunar - Átaksverkefni

Atvinnuvega- og Nýsköpunarráðuneytið í samvinnu við Orkusetur hefur ákveðið að styrkja húseigendur sem ráðast vilja í endurbætur á einangrun húsnæðis Átaksverkefni 2013 er beint að húsnæði þar sem auka má einangrun ofan á þakplötu eða milli sperra í þaki. Styrkt verða efniskaup á steinull og skilyrði er að koma megi fyrir að lágmarki 200 mm. Um styrk getur sótt hver sá eigandi húsnæðis sem fær húshitunarkostnað sinn niðurgreiddan úr ríkissjóði. Við mat á umsóknum verður horft til orkunotkunar húsnæðis og núverandi ástands einangrunar. Forgang hafa verkefni þar sem orkunotkun er mikil í samanburði við viðmiðunargildi. Upphæð styrks miðast við 50% af efniskostnaði við steinullarkaup auk flutningskostnaðar. Umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu Orkuseturs www.orkusetur.is Nánari upplýsingar fást í síma 569 6085. Einnig er hægt að hafa samband við Orkusetur á netfanginu sif@os.is Umsóknarfrestur er til 28.06.2013  

Fulltrúi sýslumanns

Fulltrúi sýslumanns Snæfellinga verður í Grundarfirði á skrifstofu, á lögreglustöðinni að Hrannarstíg annan hvorn fimmtudag frá kl. 10:00 - 13:30 í sumar þessa mánaðardaga: 13. júní 27. júní 11. júlí 25. júlí 1. ágúst 15. ágúst 29. ágúst  

Kvennahlaup ÍSÍ

Kvennahlaup ÍSÍ verður haldið laugardagin 8. júní kl 11:00.  Hlaupið hefst við íþróttahúsið 11:10 og vegalengdir eru frjálsar en þáttakendur mega ganga, rölta, skokka, allt eftir vilja hvers og eins.  Ef veðrið verður leiðinlegt þá fáum við að lauma okkur inn í íþróttahús og fara í skemmtilega leiki. Boli er hægt að nálgast hjá Kristínu H. inn í Gröf fyrir hlaupið og konur eru hvattar til að fjárfesta sem fyrst í þeim.  Bolir fyrir börn undir 12 ára kosta 1000 kr. en stærri stærðirnar kosta 1500 kr. Grundarfjarðarbær býður hlaupaskvísunum síðan í sund eftir hlaupið.  

Hverfastjórar Á góðri stund 2013

Hverfastjórar hátíðarinnar Á góðri stund 2013 eru beðnir um að gefa sig fram við framkvæmdastjóra hátíðarinnar, Höddu í síma: 860-0736. 

Fjölbrautaskóli Snæfellinga auglýsir eftir framhaldsskólakennara

Fjölbrautaskóli Snæfellinga auglýsir eftir framhaldsskólakennara. Námsgreinar   Stöðuhlutfall Raungreinar    100%   Laun greiðast samkvæmt stofnanasamningi skólans. Skólinn er framhaldsskóli með áfangasniði þar sem í boði eru stúdentsbrautir, almenn námsbraut og starfsbraut. Skólinn er með framhaldsskóladeild á Patreksfirði. Helstu áherslupunktar í kennsluháttum skólans eru  nýting upplýsingatækni í skólastarfi, fjölbreyttar verkefnamiðaðar kennsluaðferðir og námsmat með sérstakri áherslu á leiðsagnarmat.  

Skyndihjálparnámskeið í Grundarfirði

Rauði krossinn í Grundarfirði heldur 4 klst. skyndihjálparnámskeið miðvikudaginn 12. júní klukkan 18.00.Kennt verður í húsnæði Grunnskólans í Grundarfirði.Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja læra eða rifja upp grunnatriði skyndihjálpar og sálræns stuðnings og öðlast lágmarksfærni í að veita slösuðum eða veikum aðstoð í bráðatilfellum.Stutt og gott námskeið fyrir alla.Verð 3.500Leiðbeinendi á námskeiðinu verður Þórarinn Steingrímsson  

Menningar- og markaðsfulltrúi

Alda Hlín Karlsdóttir hefur hefið störf sem menningar- og markaðsfulltrúi hjá Grundarfjarðarbæ.   Helstu verkefni Öldu verða: Umsjón með menningar- og listviðburðum Kynningar- og markasðmál bæjarins Vinabæjarsamskipti o.fl.   Alda er með viðskiptamenntun og hefur fjölbreytta reynslu úr ferðaþjónustu. Alda er boðin velkomin til starfa.

Íbúð til leigu

Íbúðalánasjóður hefur auglýst íbúð á Ölkelduvegi 9 til leigu.   Eignir eru auglýstar á  http://fasteignir.visir.is/  og http://mbl.is/leiga/ og þar er hægt að sækja um með því að senda inn umsókn á leiga@ils.is og þar á eingöngu að setja nafn eignar í subject, nafn umsækjanda, kt. og símanúmer í mailið. Eftir 6. júní er svo unnið úr umsóknum og öllum umsóknum er svarað.   Á meðan eignir eru auglýstar er ekki hægt að skoða þær nema á þeim myndum sem eru í auglýsingunni á netinu en að sjálfsögðu fær fólk að skoða eignina ef það er dregið út og hafa þá kost á að afþakka eignina ef hún hentar ekki.   Ath. sækja þarf um í síðasta lagi 6. júní.   Hér má sjá úthlutunarreglur sjóðsins : http://www.ils.is/einstaklingar/ibudir-til-leigu/uthlutunarreglur-leiguibuda/