Stórtónleikar í Grundarfirði

Sunnudaginn 15. september kl. 18:00 býður Grundarfjarðarbær til sérstakra fortónleika frönsk-íslensku sinfóníuhljómsveitarinnar í Fjölbrautaskóla Snæfellinga.   Fransk-íslenska sinfóníuhljómsveitin (FIFO) er skipuð hljóðfæraleikurum úr Kammersveit Reykjavíkur og úr alþjóðlegri fílharmónúsveit UNESCO í parís, undir leiðsögn hljómsveitarstjórans Amine Kouider sem er friðarlistamaður UNESCO.   Á efnisskránni eru verk eftir tónskáldin Albert Roussel, Þorkel Sigurbjörnsson og Piotr Ilitch Tchaikovsky. Einleikari er Martial Nardeau, flautuleikari.   Verndari tónleikanna er forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson.  

Bókasafn Grundarfjarðar

Opið 16. - 19.  september 2013 á Borgarbraut 16: mánudaga - fimmtudaga kl. 15:00-18:00.  Auglýst nánar þegar nær dregur. Fylgist með á Facebook og viðburðadagatalinu. Sjá myndir frá undirbúningi flutnings  

Laus störf í heimaþjónustu

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga leitar eftir starfskrafti til að annast heimilishjálp í Grundarfjarðarbæ. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst, vinnutími eftir samkomulagi. Gerð er krafa um lágmarkskunnáttu í íslensku talmáli. Laun greidd skv. samningum SDS.  

Wolna posada - pomoc

Biuro usług do spraw socjalnych i szkolnictwa poszukuje osób chętnych do udzielania usług w pracach domowych w miejscowości Grundarfjörður Konieczne jest natychmiastowe rozpoczęcie pracy. Godziny pracy do uzgodnienia. Wymagana minimalna znajomość języka islandzkiego. Wynagrodzenie zgodne z umowami  SDS.

Græna tunnan tæmd í dag

Vegna slæmrar veðurspár á morgun verður græna tunnan tekin í dag mánudaginn 9. september.  

Bókasafnsdagurinn 2013

  Bókasafnsdagurinn 2013   Lestur er bestur - spjaldanna á milli   Bókasafn.is, nýr vefur bókasafna á Íslandi hefur verið opnaður.  

Gjaldskrá fárra og gjaldskrá flestra

Eftirfarandi grein bitist í Jökli í dag:   Í síðasta tölublaði Jökuls var grein eftir bæjarstjórann í Snæfellsbæ þar sem hann bar saman gjaldskrár leikskóla á Snæfellsnesi. Þar var tekið ímyndað dæmi um kostnað foreldra við leikskóla í fjögur ár, fjóra tíma á dag. Gallinn við þessa framsetningu er sá að afar fáir nýta þjónustuna á þennan hátt, um 3% leikskólabarna að meðaltali á Vesturlandi. Samanburðurinn er því marklaus í allt að 97% tilvika.  

Félag eldri borgara

Félag eldri borgara í Grundarfjarðarbæ hefur starfsemi sína eftir sumarfrí með opnu húsi í Samkomuhúsinu, sunnudaginn 8. september, kl. 15:00. Spjall og kaffi. Borgarfjarðarferðin 13. september kynnt. Nýir meðlimir velkomnir. Stjórnin 

Tilnefningar til menningarverðlauna 2013

Menningar- og tómstundanefnd Grundarfjarðarbæjar hefur ákveðið að veita viðurkenninguna Helgrindur í ár. Viðurkenningin hefur verið veitt til þeirra sem þótt hafa skara fram úr í ástundun og/eða störfum að menningarmálum í Grundarfirði.  Viðurkenningin verður veitt á Rökkurdögum sem haldnir verða dagana 7. - 14. nóvember.  

Fyrstu tónleikar fransk-íslensku sinfóníuhljómsveitarinnar (FIFO) verða haldnir í Grundarfirði sunnudaginn 15. september.

Hljómsveitin var stofnuð í kjölfar heimsóknar Hr. Ólafs Ragnars Grímsonar til Frakklands fyrr á þessu ári. Forsetinn er verndari hljómsveitarinnar.   Tilgangur FIFO er að kynna franska og íslenska tónlist ásamt því að beina sjónum að fransk-íslenskum tengslum sem lýsa sér meðal annars í vinabæjarsambandi Grunarfjarðar og Paimpol. Þá er það einnig tilgangur hljómsveitarinnar að varpa ljósi á mikilsverða sögulega atburði sem tengja ríkin saman.   Hljómsveitin mun flytja þrjú verk og hefjast tónleikarnir klukkan 18.00 í sal Framhaldsskóla Snæfellinga. Við hvetjum Grundfirðinga til að mæta og njóta þessa einstaka listviðburðar. Enginn aðgangseyrir.