Sunnudaginn 15. september kl. 18:00 býður Grundarfjarðarbær til sérstakra fortónleika frönsk-íslensku sinfóníuhljómsveitarinnar í Fjölbrautaskóla Snæfellinga.
Fransk-íslenska sinfóníuhljómsveitin (FIFO) er skipuð hljóðfæraleikurum úr Kammersveit Reykjavíkur og úr alþjóðlegri fílharmónúsveit UNESCO í parís, undir leiðsögn hljómsveitarstjórans Amine Kouider sem er friðarlistamaður UNESCO.
Á efnisskránni eru verk eftir tónskáldin Albert Roussel, Þorkel Sigurbjörnsson og Piotr Ilitch Tchaikovsky. Einleikari er Martial Nardeau, flautuleikari.
Verndari tónleikanna er forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson.