Við viljum minna á fjölbreyttar smiðjur fyrir börnin, sem eru í gangi núna fyrir bæjarhátíðina. Endilega að skrá börnin ykkar og gesti þeirra.

Smiðjurnar eru í umsjón Ólafar Rutar Halldórsdóttur og Herdísar Línu Halldórsdóttur.

Smiðjur:

Fjölbreyttar smiðjur vikuna fyrir bæjarhátíðina okkar.

Tónlistarsmiðja:

Búum okkur til hljóðfæri, spilum og syngjum saman.

Hátíðarsmiðja:

Undirbúum okkur fyrir skrúðgöngur á Góðri stund. Búum til grímur, skraut og hristur.

Einnig danssmiðja og leikjasmiðja.

http://grundarfjordur.is/static/files/files/Skra_0061622.pdf