Deildarstjóri leikskóladeildar Grunnskólans í Grundarfirði

  Laust er til umsóknar starf deildarstjóra nýrrar deildar 5 ára barna         Deildarstjóri óskast til starfa við nýja 5 ára deild í Grundarfirði. Deildin verður til húsa í Grunnskóla Grundarfjarðar. Um er að ræða nýtt, krefjandi og spennandi starf.   Vakin er athygli á stefnu Grunnskóla Grundarfjarðar um jafnan hlut kynja í störfum.  

Laust starf við Grunnskóla Grundarfjarðar

Skólaliða vantar í 75 % starf við Grunnskóla Grundarfjarðar tímabundið.   Gott er ef viðkomandi getur hafið störf sem fyrst.   Umsóknareyðublað.  

Frábært tækifæri til kynningar á matvælaframleiðslu

    Svæðisgarðurinn Snæfellsnes hyggst vera með borð á næsta matarmarkaði í Hörpu og býður fyrirtækjum af Nesinu að vera með og kynna sínar vörur. Kjörið tækifæri fyrir matvælaframleiðendur til að koma framleiðslu sinni á framfæri.    

112 dagurinn - Kynning á starfsemi viðbragðsaðila bæjarins

    Í tilefni af 112 deginum munu allir viðbragðsaðilar í Grundarfirði aka um bæinn klukkan 17 í dag, fimmtudaginn 11. febrúar.   Aksturinn endar við Fjölbrautaskóla Snæfellinga þar sem Björgunarsveitin Klakkur, sjúkraflutningamenn og slökkvilið munu kynna starfsemi sína.   Notið tækifærið og kynnið ykkur starfsemi viðbragðsaðila bæjarins.  

Hundahreinsun í dag

Dýralæknir verður í áhaldahúsinu í dag 11. febrúar frá kl.13-17. Öllum hundaeigendum er skylt að mæta með hunda sína.    

Viðtalstímar vegna umsókna í Uppbyggingarsjóð Vesturlands

    Auglýst hefur verið eftir umsóknum í Uppbyggingarsjóð Vesturlands og verða veittir styrkir í eftirfarandi verkefni:   1. Styrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar 2. Verkefnastyrkir á sviði menningar 3. Stofn- og rekstrarstyrkir menningarmála   Frestur til að skila umsóknum er til 15. febrúar 2016.    

Mokstur frá sorptunnum

  Vinsamlegast athugið að sorptunnur séu vel aðengilegar fyrir sorphirðufólk á morgun, þriðjudaginn 9. febrúar, en þá verða gráu tunnurnar tæmdar. Það er mikilvægt að moka snjóinn frá tunnunum svo sorphirðufólk hafi gott aðgengi að þeim.   

Björgunarsveitin Klakkur, aðalfundur

    Björgunarsveitin Klakkur heldur aðalfund sinn 13. febrúar nk. Kl. 15:00 í húsi Klakks Sólvöllum 17a­   Dagskrá  

Hamingjuóskir til kvenfélagskvenna

    Dagur kvenfélagskonunnar er í dag og af því tilefni óskar Grundarfjarðarbær kvenfélaginu Gleym mér ei hjartanlega til hamingju með daginn. Grundarfjarðarbær þakkar Gleym mér ei fyrir allt hið óeigingjarna og mikilvæga starf sem félagið hefur unnið á liðnum árum og óskar kvenfélagskonum heilla og velfarnaðar í áframhaldandi vinnu sinni í þágu samfélagsins.