Viðvera atvinnuráðgjafa

Viðvera atvinnuráðgjafa SSV fellur niður í dag 13.apríl. Atvinnuráðgjafi verður næst með viðveru þann 11.maí nk. í Grundarfirði.    

Vortónleikar Skagfirska Kammerkórsins í Grundarfjarðarkirkju

  "Svo flaug hún eins og fiðrildi..." er yfirskrift vortónleika Skagfirska Kammerkórsins sem haldnir verða í Grundarfjarðarkirkju laugardaginn 16. apríl næstkomandi klukkan 14:00.    Á efnisskrá kórsins er allt frá þjóðlögum ýmissa landa til kvikmyndatónlistar.   Stjórnandi er Helga Rós Indriðadóttir.   Allir hjartanlega velkomnir!   Aðgangseyrir kr 2500   

Götusópur

Götusópurinn verður í bænum næstu daga. Íbúar eru vinsamlegast beðnir um að auðvelda vinnu götusóparans og færa bíla sína.   

Undankeppni fyrir Stóru upplestrarkeppnina í 7.bekk

Fimmtudaginn 7. apríl var haldin undankeppni fyrir Stóru upplestrarkeppnina í 7. bekk. Hver nemandi las eina blaðsíðu úr bókinni „Ertu Guð? Afi“, eftir Þorgrím Þráinsson og eitt ljóð.    

Minnum á sumarstörf í boði hjá Grundarfjarðarbæ

  Grundarfjarðarbær leitar að sumarstarfsmönnum sem hafa ríka þjónustulund, eru stundvísir, áreiðanlegir og vinnufúsir.   Eftirfarandi störf eru laus til umsóknar: 

Fjölbrautaskóli Snæfellinga

Á morgun þriðjudaginn 5. apríl munum við í FSN vera með opið hús.   Sjá nánar hér.     

Hafnarstarfsmaður/vigtarmaður

Grundarfjarðarhöfn auglýsir lausa stöðu hafnarstarfsmanns/vigtarmanns   Starfið felst að mestu í vigtun sjávarfangs, móttöku og þjónustu skipa og öðru sem til fellur við rekstur hafnarinnar.   Nánari upplýsingar veitir: Hafsteinn Garðarsson Hafnarstjóri S: 863 1033  

Viltu taka þátt í að móta Menningarstefnu Vesturlands?

  Á næstu dögum verða haldir fundir víða um Vesturland þar sem íbúum er boðið að taka þátt og hafa mótandi áhrif á gerð Menningarstefnu Vesturlands með þátttöku í vinnuhópum á fundunum.   Fundur fyrir íbúa á Snæfellsnesi verður mánudaginn 4. apríl kl. 17.30 í Samkomuhúsinu í Grundarfirði   Við hvetjum íbúa á Vesturlandi til að mæta og leggja sitt af mörkum til að móta skýra stefnu sem verður leiðarljós fyrir öflugt menningarstarf og samstarf sveitarfélaga um menningarmál á Vesturlandi.   Allir velkomnir   Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi  

Skírnarkjólar Grundfirðinga til sýnis í Grundarfjarðarkirkju

 Kirkjan er opin daglega kl. 10-18 fram á sunnudaginn 3. apríl.        Í kirkjuskipi Grundarfjarðarkirkju hanga skírnarkjólar sem Grundfirðingar hafa búið til og verið skírðir í.   Skírnarkjólar eru einstakt handverk notaðir einu sinni í lífi hvers notanda og hafa því dýrmætt og þýðingamikið gildi í hugum fjölskyldnanna sem þeir tilheyra.   Það er mikil fegurð til sýnis í Grundafjarðarkikju þessa daganna.   Kirkjan er opin frá 10-18 fram á sunnudaginn 3. apríl.    

Framlengdur frestur á styrkumsóknum til Þjónusturáðs Vesturlands

Umsóknarfrestur um styrki á grundvelli 27. gr. laga nr. 59/1992 er framlengdur til 4. apríl.   Áður auglýstur frestur til að sækja um styrki til Þjónusturáðs Vesturlands, -v. náms,- verkfæra- eða tækjakaupa, sbr. 27.gr. laga nr. 59/1992 ásamt og með síðari breytingum,- er framlengdur til og með 4. apríl 2016.   Forstöðumaður FSS