Svana Björk er íþróttakona Grundarfjarðar 2015

  Svana Björk Steinarsdóttir er íþróttamaður Grundarfjarðar árið 2015   Íþróttamaður Grundarfjarðar árið 2015 var heiðraður á aðventudegi kvenfélagsins Gleym mér ei í gær, fyrsta sunnudag í aðventu. Fjórir glæsilegir íþróttamenn voru tilnefndir en blakkonan Svana Björk Steinarsdóttir bar sigur úr býtum og nafnbótina íþróttamaður Grundarfjarðar 2015. Systir Svönu Bjarkar, Sandra Rut, tók við verðlaununum fyrir hönd Svönu en íþróttakona ársins var stödd á Austfjörðum að keppa í blaki.

Jól í stofunni - aðventutónleikar með Þór Breiðfjörð

    Aðventutónleikar með Þór Breiðfjörð verða haldnir í Grundarfjarðarkirkju þann 29. nóvember kl 17:00.   

Frá Lionsklúbbi Grundarfjarðar

Súkkulaðidagatöl Lions eru komin og verða seld í verslun Samkaupa. Hverju dagatali fylgir tannkremstúpa.  Dagatölin kosta 450 krónur.  Ágóði af sölu dagatalanna rennur í Líknarsjóð Lions.   Sjá nánari auglýsingu hér.  

Auglýsing vegna úthlutunar byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2015/2016

Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir eftirtalin byggðarlög skv. Ákvæðum reglugerðar nr. 605/2015 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2015/2016    

Blóðsykursmæling í Grundarfirði

  Í tilefni af Alþjóðadegi sykursjúkra þann 14. Nóvember sl. býður Lionsklúbbur Grundarfjarðar, í samvinnu við Heilsugæslustöðina Grundarfirði, upp á blóðsykursmælingu í anddyri Samkaupa Grundarfirði laugardaginn 21. nóvember n.k. frá kl. 12  - 15. Lionsklúbbur Grundarfjarðar.    

Vinahúsið og Rauði krossinn Grundarfjarðardeild

    Unnið hefur verið jafnt og þétt allt árið að prjóni og saumaskap fyrir Ungbarnaverkefni RKI Hvíta-Rússland. Sendir voru nú í haust rúmlega 100 pakkar, sem þýðir 200 peysur,samfellur, 200 pör af sokkum, 100 húfur, buxur, teppi, handklæði.  

Háls-, nef og eyrnalæknir

Þórir Bergmundsson háls,- nef og eyrnalæknir verður með móttöku á Heilsugæslunni Grundarfirði þriðjudaginn 1. desember n.k. Tekið er á móti tímapöntunum á Heilsugæslustöð Grundarfjarðar, í síma 432 1350    

Kvöldguðsþjónusta í Grundarfjarðarkirkju 11. nóvember

 

Leikskólinn Sólvellir

Deildarstjóra vantar á leikskólann  Sólvelli í Grundarfirði.   Um er að ræða 100% starf á yngstu deild leikskólans Leikskólinn Sólvellir er fjögra deilda leikskóli með um 60 nemendur frá eins árs til sex ára. Skólinn starfar eftir viðurkenndum hugmyndum  og kenningum í uppeldisfræðum.  

Kynningarfundur Stjórnstöðvar ferðamála í Samkomuhúsinu

    Mánudaginn 9. nóvember mæta fulltrúar Stjórnstöðvar ferðamála í Samkomuhúsið í Grundarfirði og halda þar opinn fund um nýjan vegvísi í ferðaþjónustu.   Ferðamálin snerta okkur flest á einn eða annan hátt og því eru bæjarbúar hvattir til að mæta til fundarins og kynna sér málin. Nánari upplýsingar má finna á vef Stjórnstöðvar ferðamála, www.ferdamalastefna.is