Unnið hefur verið jafnt og þétt allt árið að prjóni og saumaskap fyrir Ungbarnaverkefni RKI Hvíta-Rússland.
Sendir voru nú í haust rúmlega 100 pakkar, sem þýðir 200 peysur,samfellur,
200 pör af sokkum, 100 húfur, buxur, teppi, handklæði.
Þórir Bergmundsson háls,- nef og eyrnalæknir verður með móttöku á Heilsugæslunni Grundarfirði þriðjudaginn 1. desember n.k.
Tekið er á móti tímapöntunum á Heilsugæslustöð Grundarfjarðar,
í síma 432 1350
Deildarstjóra vantar á leikskólann Sólvelli í Grundarfirði.
Um er að ræða 100% starf á yngstu deild leikskólans
Leikskólinn Sólvellir er fjögra deilda leikskóli með um 60 nemendur frá eins árs til sex ára. Skólinn starfar eftir viðurkenndum hugmyndum og kenningum í uppeldisfræðum.
Mánudaginn 9. nóvember mæta fulltrúar Stjórnstöðvar ferðamála í Samkomuhúsið í Grundarfirði og halda þar opinn fund um nýjan vegvísi í ferðaþjónustu.
Ferðamálin snerta okkur flest á einn eða annan hátt og því eru bæjarbúar hvattir til að mæta til fundarins og kynna sér málin. Nánari upplýsingar má finna á vef Stjórnstöðvar ferðamála, www.ferdamalastefna.is
Stúlknalandsliðið í blaki stóð sig vel í Englandi. Svana Björk er önnur frá hægri í efri röð.
Grundfirðingurinn Svana Björk Steinarsdóttir og liðsfélagar hennar í stúlknalandsliðinu í blaki hafnaði í öðru sæti á alþjóðlega NEVZA mótinu sem fram fór í Englandi um liðna helgi. Íslenska liðið bar sigur úr býtum í öllum leikjum sínum í mótinu en laut í lægra haldi fyrir Finnum í úrslitaleik.
Fréttatilkynning frá Svæðisgarðinum Snæfellsnes
Um er að ræða matarmarkað þar sem framleiðendur á Snæfellsnesi kynna og selja afurðir sínar. Allir eru velkomnir. Hvatt er til samtals og samstarfs. Markmiðið er að varpa ljósi á mat sem framleiddur er á Snæfellsnesi, að hægt sé að kaupa mat og ræða við framleiðendur. Matarmerki svæðisgarðsins Snæfellsnes verður kynnt. Einnig verða kynntar hugmyndir um enduropnun Sjávarsafns í Ólafsvík. Staður og stund: 31. október n.k. í Sjávarsafninu í Ólafsvík frá kl. 12 - 16.
Þeir sem vilja kynna eða selja matvæli þurfa að skrá sig fyrir miðvikudaginn 28. október n.k.
Svæðisgarðurinn Snæfellsnes
ragnhildur@snaefellsnes.isog 8486272
Vinnutími er 4-8 klst. á viku yfir vetrarmánuðina. Um er að ræða vinnu 1-2 kvöld í viku. Jafnframt felst starfið í ferðum v/viðburða.
Grundarfjarðarbær auglýsir eftir jákvæðum og samskiptahæfum leiðbeinanda í félagsmiðstöð. Menntun á sviði uppeldismála er æskileg.