Líf og fjör á árshátíð 1.-7. bekkjar

  Nemendur 1.-7. bekkjar grunnskólans héldu árshátíð sína í síðustu viku og buðu upp á skemmtilega leikþætti. Árshátíðin var vel sótt og augljóst að áhorfendur voru hæstánægðir með skemmtunina.

Framkvæmdir við sundlaugina í fullum gangi

    Vinna stendur nú yfir við endurbætur á aðstöðunni við heitu pottana í Sundlaug Grundarfjarðar. Heitu pottarnir eru í yfirhalningu og barnavaðlaug í smíðum. Verktakinn Gústav Ívarsson sér um verkið og eru áætluð verklok þann 1. apríl nk.      

Sumarstörf hjá Grundarfjarðarbæ - umsóknarfrestur til 1. maí

      Grundarfjarðarbær leitar að sumarstarfsmönnum sem hafa ríka þjónustulund, eru stundvísir, áreiðanlegir og vinnufúsir.  

Viðtalstímar bæjarfulltrúa miðvikudaginn 16. mars

     Bæjarstjórn Grundarfjarðar hefur ákveðið að bæjarfulltrúar verði með viðtalstíma annan hvern mánuð 3. miðvikudag mánaðarins.   Annar viðtalstími bæjarfulltrúa á þessu ári verður miðvikudaginn 16. mars nk. klukkan 17-18 í Ráðhúsi Grundarfjarðar.   Íbúar Grundarfjarðar eru hvattir til þess að nýta tækifærið og ræða við bæjarfulltrúa.   Bæjarstjórn  

Ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðar 2016

    Grundarfjarðarbær efnir nú til ljósmyndasamkeppni í sjöunda sinn, árið 2016. Þema keppninnar í ár er Líf og leikur. Myndirnar verða að vera teknar innan sveitarfélagsmarka á tímabilinu janúar til nóvember 2016 og má hver þátttakandi senda inn að hámarki fimm myndir.    

Spilakvöld

Hjónaklúbburinn verður með spilakvöld á Rúben 10.mars nk. klukkan 20:00. Spilað verður Ruslakall. Það kostar 500. kr fyrir félagsmenn  og 1.000. kr fyrir aðra. Allir velkomnir.    

Flottir fulltrúar Grundarfjarðar í Skólahreysti

  Þessi flotti hópur nemenda tók þátt í undankeppninni fyrir Skólahreysti    Í gær, þriðjudaginn 1. mars, fór fram undankeppni nemenda Grunnskóla Grundarfjarðar fyrir Skólahreysti 2016. Tíu nemendur tóku þátt í undankeppninni og tóku vel á því í spennandi og skemmtilegri keppni. Áhorfendur fjölmenntu á pallana og stemmningin var virkilega góð í íþróttahúsinu meðan á keppninni stóð.  

Bókaverðlaun barnanna 2015

Bókasafn Grundarfjarðar - Grunnskóli Grundarfjarðar   Bókaverðlaun barnanna   Krakkar 6-12 ára. Lesið nýju bækurnar frá 2015 og kjósið bókina sem ykkur þykir skemmtilegust.   Sjáið veggmyndir í bókasafninu, grunnskólanum og leikskólanum.   Kjörseðlar auglýstir betur seinna.   Tvenn verðlaun.    

Rauði krossinn

Aðalfundur Rauða krossins í Grundarfirði verður haldinn miðvikudaginn 2. mars  2016 kl. 17.00 í Sögumiðstöðinni   Venjuleg aðalfundarstörf   Stjórn Rauða krossins í Grundarfirði      

Styrkir til náms, verkfæra- eða tækjakaupa

Þjónusturáð Vesturlands auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna náms og verkfæra- eða tækjakaupa á grundvelli 27. greinar í lögum um málefni fatlaðs fólks. Styrkirnir eru ætlaðir fötluðu fólki sem á lögheimili á Vesturlandi, er með varanlega örorku og hefur náð 18 ára aldri. Umsóknir skulu berast til félagsþjónustu Akraneskaupstaðar, félagsþjónustu Borgarbyggðar eða Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga fyrir 21. mars n.k.Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar er að finna á heimasíðum viðkomandi sveitarfélaga.   Reglur um styrki til náms-, verkfæra- og tækjakaupa   Umsóknareyðublað 2016