Sundlaugin tilbúin eftir gagngera andlitslyftingu

    Mikil vinna hefur verið lögð í breytingar á Sundlaug Grundarfjarðar að undanförnu og útkoman virkilega góð. Gústav Ívarsson húsasmíðameistari sá um verkið ásamt fleiri góðum fyrirtækjum í undirverktöku, svo sem GG Lögnum, Suðu ehf. og Taugum ehf.   Nú er bara að vonast eftir að veðrið fari að ganga niður svo bæjarbúar geti notið sín í sundi, pottum og nýju fínu vaðlauginni.    

Dagskrá sjómannadagshelgarinnar í Grundarfirði

      Sjómannadagsráð Grundarfjarðar hefur lokið við gerð dagskrár fyrir sjómannadaginn í ár og verður þer heilmargt skemmtilegt og spennandi í boði. Það verður fullt af sprelli, tónlist, mat og annarri menningu auk þess sem gjaldfrjálst verður í Sundlaug Grundarfjarðar um sjómannadagshelgina.   Smellið hér til að skoða dagrkrána.  

Viðburðir í Hreyfiviku falla niður vegna veðurs

  Þessir eldhressu dugnaðarforkar skelltu sér í heilsubótargöngu með léttum æfingum.   Hreyfivikan fór vel af stað og góð mæting var í viðburði mánudags og þriðjudags auk göngunnar í gær, miðvikudag. Eftir það hefur veðrið sett heldur betur strik í reikninginn hér í Grundarfirði og hver viðburðurinn af öðrum fallið niður.  

Vatnsleikfimi og göngu frestað vegna veðurs

    Sundlaugin er lokuð í dag vegna veðurs og því fellur niður vatnsleikfimin sem átti að vera klukkan 14:00 í dag.    Göngu Ferðafélagsins að Hrafnafossum í Hrafnkelsstaðabotni verður frestað. Gangan verður auglýst síðar.   Í dag verður hins vegar bjöllutími í sal hjá Ragnari og Ásgeiri. Endilega skráið ykkur sem fyrst hjá Þóreyju í síma 892 7917 eða á facebook; Þórey Ásgeir.  

Sumartími á Bókasafni Grundarfjarðar

Opið verður í sumar sem hér segir:Á tíma upplýsingamiðstöðvar kl. 9-17 alla daga. Sumarauglýsing     Tekur gildi frá og með mánudeginum 23. maí 2016.  

Boðskort á útskrift

Fjölbrautaskóla Snæfellinga 27. maí 2016   Útskriftarhátíð Fjölbrautaskóla Snæfellinga verður haldin föstudaginn 27. maí í hátíðarsal skólans í Grundarfirði. Hátíðin hefst kl.15:00 og að henni lokinni verða kaffiveitingar í boði skólans.   Allir velunnarar skólans eru velkomnir. Skólameistari    

Vinnuskóli Grundarfjarðarbæjar sumarið 2016

      Vinnuskóli Grundarfjarðarbæjar verður starfræktur í sumar frá 6. júní til 8. júlí, alls í fimm vikur. Vinnuskólinn er ætlaður ungmennum sem lokið hafa 8., 9. og 10. bekk og verður vinnutími sjö klukkustundir á dag, kl 8:00-12:00 og 13:00-16:00, mánudaga til föstudaga.  

Ráðning í nýtt starf í áhaldahúsi og Grundarfjarðarhöfn

    Úrvinnslu umsókna vegna nýs starfs í áhaldahúsi og við Grundarfjarðarhöfn er lokið. Í starfið hefur verið ráðinn Eyþór Garðarsson og mun hann hefja störf á næstu dögum.  

Frá Tónlistarskólanum í Grundarfirði

Innritun vegna náms í Tónlistarskólann er hafin. Öll börn í Grunnskólanum hafa fengið eyðiblað með heim, en einnig er hægt að nálgast það á bæjarskrifstofunni eða hér á heimasíðu Grundarfjarðarbæjar.  Umsóknareyðiblöðum má skila annaðhvort til skólaritara Grunnskólans eða á bæjarskrifstofuna.   Umsóknareyðublað 1. Umsóknareyðublað 2.   Vonumst til að sjá sem flesta í haust, Starfsfólk Tónlistarskólans.    

Hreyfivika UMFÍ 23.-29. maí - allir með!

    Hin árlega Hreyfivika UMFÍ verður dagana 23.-29. maí næstkomandi og fer hún samtímis fram í allri Evrópu þessa daga. Hreyfivikan, sem á ensku nefnist Move Week, er evrópsk herferð á vegum ISCA (International Sport and Culture Association) og er markmið hennar að 100 milljónir Evrópubúa verði orðnir virkir í hreyfingu og íþróttum fyrir árið 2020.