- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Þessi flotti hópur nemenda tók þátt í undankeppninni fyrir Skólahreysti |
Í gær, þriðjudaginn 1. mars, fór fram undankeppni nemenda Grunnskóla Grundarfjarðar fyrir Skólahreysti 2016. Tíu nemendur tóku þátt í undankeppninni og tóku vel á því í spennandi og skemmtilegri keppni.
Áhorfendur fjölmenntu á pallana og stemmningin var virkilega góð í íþróttahúsinu meðan á keppninni stóð.
Keppendur frá Grunnskóla Grundarfjarðar í Skólahreysti þetta árið verða þau Dominik Wojciechowski (10. bekk) og Elva Björk Jónsdóttir (8. bekk), sem keppa í hraðabrautinni, Gunnar Ingi Gunnarsson (10. bekk) keppir í upphífingum og dýfum og Björg Hermannsdóttir (9. bekk) keppir í armbeygjum og hreystigreip.
Varamenn verða Patrycja Aleksandra Gawor (10. bekk) og Gísli Már Jóhannsson (10. bekk).
Öllum keppendum er óskað til hamingju með flottan árangur og góða keppni.