- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Vinnuskóli Grundarfjarðarbæjar verður starfræktur í sumar frá 6. júní til 8. júlí, alls í fimm vikur. Vinnuskólinn er ætlaður ungmennum sem lokið hafa 8., 9. og 10. bekk og verður vinnutími sjö klukkustundir á dag, kl 8:00-12:00 og 13:00-16:00, mánudaga til föstudaga.
Vinnuskólinn er sambland af námi og starfi. Þeir sem taka þátt í allri dagskrá skólans fá greidd laun fyrir fræðsludaga. Vinnan felst aðallega í snyrtingu opinna svæða auk þess að læra grunnatriði við almenna vinnu. Þá er lögð áhersla á stundvísi, vinnu með öðrum, meðferð og frágang áhalda og tækja.
Allir nemendur Vinnuskóla Grundarfjarðarbæjar fá umsögn um frammistöðu sína að sumarstarfi loknu. Þau atriði sem koma fram í matinu eru eftirfarandi: Stundvísi, framkoma, hæfni til að taka við fyrirmælum, vandvirkni, sjálfstæði í vinnubrögðum, samvinna, afköst og meðferð verkfæra.