Kvennahlaup ÍSÍ verður haldið 4. júní kl 11 og farið verður frá íþróttahúsinu. Vegalengdir eru eftir því sem hverjum hentar en gengið/rölt/skokkað/hlaupið í góðum félagsskap í c.a. 30 - 45 mín.

 

Hægt er að nálgast boli hjá Kristínu H. S: 8993043 en verðið er 2000 kr fyrir 13 ára og eldri en 1500 fyrir 12 ára og yngri. 

 

Grundarfjarðarbær býður svo fótfráum skvísum og fótliprum ömmum í sund á eftir.