- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Sunnudaginn 5. Júní, á sjómannadaginn, verður opnuð sýning á verkum frönsku listakonunnar Josée Conan í Sögumiðstöðinni í Grundarfirði. Sýningin hefst klukkan 17:00 og verður listakonan viðstödd opnunina ásamt eiginmanni sínum.
Listakonan dvaldi hér í bænum í rúma viku í maí og vann töluvert af verkum í Grunnskólanum og vakti mikla lukku meðal nemenda, kennara og annars starfsfólks skólans.
Josée vinnur verk sín úr fersku sjávarfangi, s.s. fiskum, rækjum, skeljum, þara og fleiru, sem hún þvær og málar. Síðan þrýstir hún pappír ofan á og stimplar sjávarfangið á hann. Að því loknu fínpússar hún verkið með málningu og úr verða lifandi myndir og verk. Reglan hjá Josée er að elda og snæða allan fisk sem hún notar í verkin sín svo hún borðar töluvert magn af fiski ár hvert.
Heimamenn og gestir eru hvattir til að leggja leið sína í Sögumiðstöðina og líta á sýninguna sem verður uppi til 20. júní nk.