Leikskólinn Sólvellir, Grundarfirði, auglýsir eftir deildarstjórum og sérkennslustjóra. Leikskólinn er fjögurra deilda leikskóli með nemendur á aldrinum eins til fimm ára. Skólaárið 2016-2017 verður fjöldi nemenda á bilinu 50 -55.

 

Hæfniskröfur:

Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun

Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum æskileg

Færni í mannlegum samskiptum

Frumkvæði í starfi

Jákvæðni, sveigjanleiki og áhugasemi

Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

Góð íslenskukunnátta

 

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til 10. júlí 2016.

 

Nánari upplýsingar um störfin veitir Björg Karlsdóttir, leikskólastjóri, í síma 698 3685.