- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Bæjarhátíðin Á góðri stund fór einstaklega vel fram um nýliðna helgi og var mikið líf og fjör í bænum þessa daga. Heilmikil og skemmtileg dagskrá fyrir alla aldurshópa var í boði alla helgina auk þess sem hverfin í bænum kepptu sín á milli í hinum ýmsu greinum, svo sem körfubolta, pílukasti, kubbi og auðvitað skreytingum ásamt fleiru.
Að vanda var þjófstartað á fimmtudegi í hátíðartjaldinu en að þessu sinni komu þar fram söngkonur framtíðarinnar héðan úr Grundarfirði sem hrifu gesti með sér í frábærri Mamma Mia syrpu. Eyþór Ingi og Jóhanna Guðrún ásamt hljómsveit tóku við keflinu og skemmtu gestum fram yfir miðnætti. Hver viðburðurinn rak svo annan fram á aðfararnótt sunnudags þegar dansleik með Sálinni hans Jóns míns lauk í hátíðartjaldinu.
Hátíðarnefndin og Aldís Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri hátíðarinnar í ár, eiga hrós skilið fyrir frábæra skemmtun.
Fleiri myndir má finna á facebook síðu Grundarfjarðar.